Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.11.2012 20:37

Skemmtileg og vel heppnuð samæfing í frjálsum íþróttum

Þann 24. nóvember sl. hélt SAMVEST samstarfið sameiginlega æfingu í hinni glæsilegu frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardalshöll.

Rúmlega 30 krakkar á aldrinum 10-15 ára og þrír þjálfarar af samstarfssvæðinu mættu á æfinguna sem var undirbúin af héraðssamböndunum sameiginlega, með aðstoð Jónasar og Þóreyjar Eddu hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Frá okkur í UMFG (HSH) voru mættir 7 krakkar. 

Krakkarnir nutu leiðsagnar þriggja gestaþjálfara sem komu til þeirra í Höllinni. Alberto Borges, sprett- og stökkþjálfari hjá ÍR, íþróttafræðingur og fyrrv. landsliðsþjálfari Kúbu í frjálsíþróttum, leiðbeindi krökkunum í spretthlaupi. Hann fór yfir hvernig maður stillir og notar startblokkir og hvernig eigi að bera sig að við hlaupin. Hann tók myndir af krökkunum að hlaupa og sýndi þeim eftir á, til að útskýra og leiðbeina þeim.

Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn góðkunni þjálfar í dag fremstu kastara landsins. Hann leiðbeindi krökkunum með grunnatriði spjótkastsins og útskýrði hvernig á að halda rétt á spjótinu og hvernig eigi að beita sér við að kasta því. Hann lagði áherslu á að í spjótinu byggðist mikið á því að hafa góðan takt, kunna að telja skrefin sín og samhæfa við kastið. Hann sagði t.d. að dans væri góð þjálfun fyrir spjótkastara og hvatti krakkana til að æfa dans!

Þorsteinn Ingvarsson er 23 ára sveitastrákur, langstökkvari úr HSÞ og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum. Hann leiðbeindi krökkunum í langstökki og sagði þeim frá sínum æfingaferli. Þegar hann var krakki í sveit í Þingeyjarsýslu þurftu foreldrar hans að keyra hann á æfingar, það var um 40 mín. akstur og því talsvert fyrir því haft að komast á æfingar. Hann sagði krökkunum að galdurinn á bak við það að ná árangri væri að vera duglegur að æfa sig og að ýmsar æfingar gæti maður bara gert "í túninu heima". Hann kenndi þeim 3 stökkæfingar sem þau gætu gert sjálf til að þjálfa sig fyrir langstökk.

Hópnum var skipt upp í þrennt og fengu allir leiðsögn á þessum þremur "stöðvum". Undir lok æfingar fengu þau að velja á milli hástökksæfinga sem Unnur frá UMSB sá um og grunnatriða stangarstökks sem Kristín Halla frá UMFG/HSH sá um. Birgitta Maggý frá UMFK stjórnaði síðan teygjuæfingum í lokin og gestaþjálfararnir kvöddu hópinn með góðum hvatningarorðum.

Að lokinni æfingu borðuðu allir saman í húsnæði ÍSÍ og góðir gestir komu í heimsókn. Það var afreksíþróttafólkið Sveinbjörg Zophoníasdóttir, tvítug sjöþrautarkona frá Hornafirði, sem æfir nú með FH, og Einar Daði Lárusson 23 ára tugþrautarmaður úr ÍR. Þau ræddu við krakkana um frjálsar íþróttir, sögðu þeim frá sínum æfingum og íþróttaferli.

Síðan fór mannskapurinn í sund áður en haldið var heim á leið.

Samæfingin í Laugardalshöll er skýrt dæmi um það sem SAMVEST-hópurinn getur gert vegna samstarfsins - eitthvað sem ekkert eitt héraðssamband gæti hins vegar gert eitt og sér.


Öllum þátttakendum er þökkuð samveran - krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og voru í alla staði til fyrirmyndar. 

Öllum sem að komu, héraðssamböndunum, Frjálsíþróttasambandinu, gestaþjálfurum og gestum er sömuleiðis þökkuð aðstoðin og þeirra framlag til að gera þetta að góðri og skemmtilegri æfingu :-)


Ljósmyndir frá æfingunni eru inn í myndaalbúm hér til hliðar

Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16