Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.11.2012 11:11

Samstarf í frjálsum íþróttum

http://hsh.is/photoalbums/237668/


HSH er eitt af sjö héraðssamböndum sem hefja nú samvinnu um eflingu frjálsíþrótta á starfssvæðum sínum. Samböndin rituðu undir viljayfirlýsingu um sameiginlegt þróunarverkefni undir heitinu SAMVEST, þann 24. nóv. sl.

Samböndin eru Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH), Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB), Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN), Ungmennafélagið Skipaskagi (USK) Akranesi, Héraðssambandið Hrafnaflóki (HHF) á sunnanverðum Vestfjörðum, Héraðssamband Strandamanna (HSS) og Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK).

Samstarfsaðilar þeirra og aðilar að viljayfirlýsingunni eru Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).

Frjálsíþróttadeildir sambandanna héldu sameiginlegar æfingar og íþróttamót sl. sumar, en ákveðið var að stíga skrefið lengra og ganga nú til formlegs samstarfs. Fyrir árslok verður gengið frá samningi þar sem samstarfið verður útfært nánar. Samningurinn verður til 3ja ára, út árið 2015, og verður þá endurskoðaður.

Markmið samstarfsins er útbreiðsla og efling frjálsra íþrótta; að auka ástundun og gera frjálsíþróttir að aðlaðandi og ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

Skipulagðar verða sameiginlegar æfingar, íþróttamót og heimsóknir innan og utan svæðisins. Ætlunin er t.d. að fá utanaðkomandi þjálfara og gesti í heimsókn og leita víðtækari stuðnings við útbreiðslu, æfingar og keppnir.

Aðkoma UMFÍ og FRÍ felst t.d. í að aðstoða við útvegun þjálfara og skipulagningu æfinga og veita annan stuðningi sem fellur innan verksviðs félaganna.

Trú samningsaðilanna er að með samstarfi geti þeir gert meira en hver fyrir sig; boðið börnum og unglingum upp á betri þjónustu og aukið fjölbreytni íþróttastarfsins.

Viljayfirlýsingin var undirrituð í Laugardalshöll því þennan sama dag stóðu samböndin einmitt að samæfingu í glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu Laugardalshallar. Sagt er frá samæfingunni í annarri frétt hér á vefnum.Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15