Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.11.2012 21:09

Víkingur með fullt hús stiga eftir 1 hraðmót

9/9 mögulegum í Futsal-Hraðmótinu

19. nóvember 2012 klukkan 11:17
Víkingar fóru vel af stað í Íslandsmótinu í Futsal en fyrri umferð riðlakeppninnar var leikin í Ólafsvík um helgina. Mótið var með svokölluðu hraðmótasniði þar sem hvert lið í riðlinum lék þrjá leiki með stuttu millibili. Liðin sem voru skráð til leiks voru Stál-Úlfur, Fylkir, Grundarfjörður og Víkingur Ólafsvík. 

Það er skemmst frá því að segja að Víkingar unnu alla sína leiki. Fyrsti leikur mótsins var gegn Stál-Úlfi þar sem lokatölur urðu 5-1. Mörk Víkings gerðu Guðmundur Magnússon (2), Guðmundu Steinn Hafsteinsson, Damir Muminovic og Heimir Þór Ásgeirsson. Næsti leikur var gegn Grundarfirði þar sem Víkingur hafði betur 6-3. Mörk Víkings gerðu Eyþór Helgi Birgisson, Heimir Þór Ásgeirsson, Guðmundur Magnússon, Steinar Már Ragnarsson (2) og svo varð Vignir Stefánsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 

Síðasti leikur mótsins var gegn Fylkismönnum og úr varð nokkurskonar úrslitaleikur í mótinu því bæði lið höfðu unnið 2 leiki hvort. Víkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað 4 mörk í fyrri hálfleik. Víkingar fóru hins vegar tveggja marka forystu í leikhlé með mörkum frá Guðmundi Steini og Tomasz Luba. Fylkismenn sóttu í sig veðrið þegar líða tók á leikinn og náðu að minnka muninn í 2-1 og þar við sat. Guðmundur Magnússon hefði getað gulltryggt sigurinn undir lok leiksins en mistókst að vippa yfir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Víkingar fara því með fullt hús stiga í seinni umferð riðlakeppninnar sem haldin verður í Fylkishöll 2. desember næstkomandi.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50