Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.11.2012 21:06

Meistaraflokkur kvenna hjá Víking

Stofnfundur meistaraflokks kvenna undir merki Víkings

20. nóvember 2012 klukkan 15:06

Stofnfundur meistaraflokks kvenna á Snæfellsnesi var haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í gær mánudaginn 19. nóvember. Alls mættu rúmlega 20 manns á fundinn, leikmenn, stjórn og áhugafólk um kvennaknattspyrnu á Snæfellsnesi. Stjórnina skipa Sveinn Þór Elinbergsson formaður, Kristinn Jónasson, Jónas Gestur Jónasson og Elínrós Jónsdóttir gjaldkeri.  Gunnar Örn Arnarson, framkvæmdarstjóri meistaraflokks karla VíkingsÓ, gegnir einnig því hlutverki í hinum nýstofnaða meistaraflokki kvenna.

Á fundinum var farið yfir grundvöll og markmið með stofnun meistaraflokks kvenna og þjálfari kynntur til sögunnar. Björn Sólmar Valgeirsson mun gegna stöðu þjálfara en hann þjálfar nú þegar lungað úr hópnum sem kemur til með að spila með liðinu. Stuttlega var farið yfir samningsmál auk þess sem málefnalegar umræður voru um hvað nafn liðið muni bera. Var það einróma álit fundarmeðlima að nota skyldi  nafn Víkings.

Um næstkomandi helgi taka stelpurnar þátt í futsal-móti sem haldið verður í Ólafsvík þar sem liðið etur kappi við Breiðablik, Val og Þrótt R.  Í kjölfarið verður gengið frá samningum við leikmenn auk þess sem æfingum verður fjölgað.

Við undirritun leikmannasamninga gefst kjörið tækifæri til myndatöku af hópnum.

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06