Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.11.2012 09:50

Afmælishóf hjá Blaksambandi Íslands

Heiðursformenn og merkishafar

Heiðursformenn BLÍ
Heiðursformenn BLÍ

Jason Ívarsson formaður BLÍ ávarpaði gesti í upphafi og sagði ögn frá stofnun sambands og starfsemi þess. Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BLÍ tók við boltanum frá Jasoni og kynnti hvernig allt myndi fara fram. Í upphafi tilkynnti hann að ný og uppfærð heimasíða BLÍ væri komin í loftið og gátu gestir kynnt sér síðuna á skjá í salnum. 

Bronsmerki BLÍ var því næst afhent 6 einstaklingum fyrir að hafa leikið sinn fyrsta A landsleik fyrir Ísland á árinu. Jason Ívarsson afhenti merkin til:

Lúðvík Már Matthíasson
Berglind Gígja Jónsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Kolbeinn Tumi Baldursson
Guðrún Elva Sveinsdóttir
Kristina Apostolova

Starfsmerki BLÍ úr silfri var afhent 6 einstaklingum fyrir vel unnin störf innan hreyfingarinnar. Jason Ívarsson afhenti merkin:

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Brynjar Júlíus Pétursson
Einar Sigurðsson
Aðalsteinn Einar Eymundsson
Miglena Apostolova
Apostol Apostolov

Heiðursmerki BLÍ úr gulli fengu tveir einstaklingar fyrir framúrskarandi störf innan hreyfingarinnar.

Karl Sigurðsson fékk gullmerki BLÍ en hann hefur náð góðum árangri í uppbyggingu strandblaks á Íslandi. Karl er einn af tveimur menntuðum þjálfurum í strandblaki og hefur verið formaður strandblaknefndar BLÍ um nokkurt skeið.

Guðrún Kristín Einarsdóttir fékk gullmerki BLÍ en hún hefur verið formaður yngriflokkanefndar BLÍ í nokkur ár. Hún hefur verið formaður blakdeildar Aftureldingar lengi og unnið frábært starf við uppbyggingu blaks í Mosfellsbæ. 

Stjórn BLÍ útnefndi alla fyrrverandi formenn BLÍ Heiðursformenn BLÍ

Listi yfir fyrrverandi formenn BLÍ:

1972-1973  Albert H.N. Valdimarsson
1973-1976  Dr. Ingimar Jónsson
1976-1977  Tómas Tómasson
1977-1981  Guðmundur Arnaldsson
1981-1983  Björgólfur Jóhannsson
1983-1986  Skjöldur Vatnar Björnsson
1986-1991  Kjartan Páll Einarsson
1991-1994  Arngrímur Þorgrímsson
1994-1995  Björn Guðbjörnsson
1995-1999  Stefán Jóhannesson
1999-2002  Júlíus Hafstein
2002-2005  Björn Guðbjörnsson

Albert H.N. Valdimarsson ávarpaði gesti yfir kaffinu og sagði sína sögu af upphafi Blaksambands Íslands. Albert þakkaði stjórn og framkvæmdastjóra fyrir frábæran afmælisdag. Tómas Tómasson tók einnig til máls og notaði tækifærið til að afhenda HK gamla verðlaunapeninga fyrir afrek sín í því félagi. Hrafnhildur Theódórsdóttir, formaður blakdeildar HK tók við verðlaunapeningunum og þakkaði fyrir. Þá tók Júlíus Hafstein til máls um mikilvægi þess að hafa þessa viðburði og þakkaði fyrir þann heiður sem sér er sýndur. Júlíus þakkaði fyrir frábæran dag og fyrir hönd allra hinna óskaði hann BLÍ velfarnaðar um ókomna tíð.

Fulltrúar ÍSÍ í afmælinu voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Gunnlaugur A Júlíusson. Bergrós tók til máls og óskaði BLÍ til hamingju með daginn og óskaði hreyfingunni velfarnaðar um ókomin ár.

Þorsteinn Guðni var ljósmyndari BLÍ í veislunni og verða myndir úr henni settar inn á nýja vefinn fljótlega.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16