Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.10.2012 22:02

Lengjubikar karla: Snæfell sigraði í Hveragerði 

Umfjöllun af Karfan.is

 

Snæfell silgdi heim 11 stiga sigri í Hveragerði 78-89 í Lengjubikarnum í kvöld. Eftir rólegt skor í fyrsta leikhluta þar sem Snæfell leiddi 15-17, tóku gestirnir völdin og fóru að setja skotin ofaní án mikillar móttstöðu frá Hamri. Bæði lið rúlluðu á flestum leikmönnum og háflgerð deyfð og áhugaleysi yfir báðum liðum.


33-45 í hálfleik gaf etv. Snæfelli von um þægilegan leik í síðari hálfleik og 28-18 fyrir Snæfell í 2.leikhluta. En aðeins kom spenna í þetta eftir hlé og Hjalti Valur setti strax 3 stig úr 3 vítum og smátt og smátt minnkaði munurinn. Minnstu munaði 58-59 þegar skammt lifði af 3ja leikhluta eftir 6 stig í röð frá heimamönnum en Sveinn Arnar fékk víti og setti bæði og vestanmenn leiddu með 3 stigum fyrir lokahlutann. Hamar vann 3.hlutann 25-16 og kveikti aðeins í vonum áhorfenda og leikmanna Hamars um spennandi leik en sú varð þó ekki raunin. Snæfell gerði það sem til þurfit í 4. leikhluta og vann hann sannfærandi 20-28 og leikinn með 11 stigum eins og áður sagði.


Ágætis æfingaleikur að baki þar sem undirritaður setur spurningarmerki við tilgang þess að hafa þessa keppni inni í Íslandsmóti. Eins er það nokkur fórnfýsi og elja hjá 1.deildar liðum að spila þessa leiki með minni hóp en flest öll úrvalsdeildarliðin og 1 erlendan leikmann móti 2 í þokkabót. Af því sögðu má hrósa neðrideildarliðunum að taka þátt og auðvitað vilja þau mæla sig við betri liðin.


 
Hjá heimamönnum skoraði Hollys 27 stig og tók 8 fráköst, Hjalt Valur 11 stig, Örn 9 / 8 fráköst og Ragnar og Lárus Jóns með sín 9 stigin hvor, Bjartmar 5 og Bjarni og Halldór með sín 4 stig hvor.


Hjá Snæfell var Jay Threatt með 21 stig/8 frák., Pálmi Freyr 15 stig, Sveinn Arnar 12, Asim McQueen 12/8 frák, Stefán Karel 10, Nonni Mæju 9, Hafþór Ingi og Ólafur Torfa sín hvor 5 stigin.


Mynd úr safni - Eyþór Benediktsson
Umfjöllun af Karfan.is / Anton Tómasson 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25