Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

30.09.2012 12:41

Snæfellsstúlkur Lengjubikarmeistarar.

Snæfell tryggði sér sinn fyrsta titil í meistaraflokki kvenna í kvöld þegar þær fóru til Keflavíkur og sigruðu heimasæturnar þar á bæ með 78 stigum gegn 72 í hörku leik þar sem úrslitin réðust aðeins á síðustu mínútu leiksins.  Það var "sú gamla" ef svo má segja, Alda Leif Jónsdóttir sem reið baggamuninn fyrir gestina en hún setti 19 stig og sýndi að hún er komin aftur í hörku form.

Leikurinn lofaði mjög góðu fyrir komandi tímabil í kvennaboltanum.  Þarna voru líkast til að etja kappi tvö af þeim 4-5 liðum sem munu koma til með að slást um þá titla sem í boða verða í vetur. Bæði lið þetta kvöldið voru að spila hraðann og skemmtilegan bolta. Tuðran gekk hratt á milli kvenna sem endaði svo í skemmtilegu galopnu sniðskoti á báðum endum vallarins.


Takturinn færðist milli liða nánast jafnt frá fyrri hálfleik og til þess síðari. Keflavíkurstúlkur voru að spila feikilega vel í fyrri hálfleik og pressuðu Snæfell stíft með góðum árangri. Í þeim síðari komu Snæfells stúlkur til leiks með blásið hárið eftir ræðu Ingaþórs og spiluðu töluvert grimmari vörn.  Það var einmitt svæðisvörn þeirra sem virtist þyrnir í augum heimastúlkna og á tíma vantaði kjark hjá þeim að taka af skarið. 


En það kom hinsvegar loksins og þegar um 2 mínútur voru til leiksloka var jafnt á öllum tölum og stefndi í rafmagnaðar loka mínútur. Snæfells stúlkur voru hinsvegar eins og sagt er þessa daganna "með´idda" á loka sprettinum því þær skoruðu 6 stig í röð og voru komnar í 70:76 þegar mínúta var til loka leiks.  Það var hreinlega of stór biti fyrir heimastúlkur og því voru það gestirnir sem sigruðu og fyrsti bikarinn í höfn.


Snæfells liðið á eftir að slást um titla í vetur ef meiðsli munu ekki hrjá liðið. Þær eru fáliðaðar að sögn Ingaþórs, en þarna eru ungar stúlkur innan um reynslu bolta og svo skemmir ekki að þær tefla fram sama erlenda leikmanni og í fyrra.


Keflavíkurliðið er gríðarleg vel mannað og það starf sem unnið hefur verið í yngriflokkum kvenna er svo sannarlega að skila sér.  Í byrjunarliði þeirra í kvöld voru t.a.m. þrjár sem enn eru sóttar á æfingu af mæðrum sínum (ekki komnar með bílpróf)  Þessar stúlkur fengu eldskýrn sína í fyrra í deildinni og nú er komið að því að þær axli stærra hlutverk og af þessum leik að dæma er ekki annað að sjá en að þær komi til með að gera það.


Hjá Snæfell var það sem fyrr segir Alda Leif Jónsdóttir sem átti hreint skínandi leik og var að hitta gríðarlega vel.  Augljóslega búin að leggja mikið á sig, sjálfstraustið í botni  og uppsker eftir því.


Hjá Keflavík var það líkast til efnilegasti leikmaður okkar í kvennaboltanum, Sara Rún Hinriksdóttir sem skoraði 22 stig og var stigahæst hjá Keflavík.


Tölfræði leiksins
 
 
mynd/texti: skuli@karfan.is

 


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06