Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.09.2012 11:34

Fyrirlestur um eineltismál

Æskulýðsvettvangurinn - stendur fyrir fræðsluerindum víðs vegar um land

aeskaÆskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ætlar á komandi haustmánuðum að fara hringferð um landið með 90 mínútna fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.


Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, kemur til með að flytja fyrirlestur byggðan á ný út kominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. 


Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Erindin eru opin fyrir alla.


Á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, www.aeskulydsvettvangurinn.is, er hægt að nálgast upplýsingar um dagsetningar og staði.

Hér má sjá dagsetningar:


o  Vestmannaeyjar fimmtudagur 20. september kl. 17.00 - 18.30 í Hamarskóla.
o Ísafjörður fimmtudagur 4. október kl. 15.45 - 17.15
o Akureyri fimmtudagur 11. október kl. 16.30 - 18.00 í sal KFUM og KFUK Sunnuhlíð.
o Höfn mánudagur 22. október kl. 16.30 - 18.00 í Nýheimum, sal Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu.
o Egilsstaðir fimmtudagur 25. október kl. 17.00 - 18.30 í húsnæði Björgunarsveitarinnar Miðási 1.
o Grundarfjörður fimmtudaginn 1. nóvember 16.30-18.00. í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga 
o Borgarnes fimmtudaginn 1. nóvember 19.30-21.00 í húsnæði Björgunarsveitarinnar
o Selfoss 8. nóvember Eineltisdagurinn kl. 20.00 hjá Fræðsluneti Suðurlands.
o Reykjavík 8. nóvember Eineltisdagurinn. Nánar auglýst síðar.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06