Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.09.2012 22:44

Til hamingju Víkingur

Víkingur Ólafsvík tryggði sér í gær sæti í efstu deild á Íslandi þegar liðið vann glæsilega sigur á KA-mönnum frá Akureyri. Leikurinn fór rólega af stað og glöggt mátti sjá að mikið var undir hjá báðum liðum. Fyrrihálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og lítið var um opin færi. Varnir liðanna voru vel á verði og tókst hvorugu liðinu að skora í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur fór af stað líkt og sá fyrri þar sem liðin skiptust á að sækja án þess þó að taka óþarfa áhættur. Það var því ekki fyrr en á 75. mínútu er fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Edin Beslija með glæsilegri bakfallsspyrnu. Aðdragandinn að markinu var sá að varamennirnir Torfi Karl og Arnar Sveinn léku sín á milli á hægri kantinum sem endaði með góðri fyrirgjöf Arnars. Varnarmaður KA skallaði boltann beint um í loftið með þeim afleiðingum að Edin smellti knettinum með glæsibrag framhjá Sandor í markinu.

Við mark Edins virtist sem allar flóðgáttir hefðu opnast og þrjú mörk fylgdu í kjölfarið. Torfi Karl Ólafsson jók muninn í tvö mörk tíu mínútum síðar eftir glæsilegan undirbúning frá Arnari Svein. Arnar geystist upp kantinn í hraðri sókn og sendiboltann inn á markteig þar sem Torfi var mættur og átti í engum vandræðum með að leggja boltann í autt markið.


Tveimur mínútum síðar vann Helgi Óttarr boltann á miðjum vallarhelming okkar manna. Helgi braust upp völlinn á harða spretti, sendi inn fyrir á Eldar Masic sem rak knöttinn að teig KA-manna og lét vaða á markið. Knötturinn hafnaði í bláhorninu, óverjandi fyrir Sandor í markinu. Víkingar voru ekki hættir því í uppbótartíma rak Björn Pálsson smiðshöggið á glæsilegan sigur Víkings. Boltinn hrökk af varnarmönnum KA út fyrir teig þar sem Björn fékk nægan tíma til að hlaða í skotið sem var hnitmiðað í hornið nær.

Glæsilegur sigur Víkinga tryggði þeim sæti á meðal þeirra bestu árið 2013 og eru leikmenn ásamt þeim er standa að liðinu vel að því komnir. Á þar jafnt yfir þjálfara, stjórnarmenn og áhorfendur sem voru frábærir á Akureyri í gær.

                             

   


Tengt efni:
- Umfjöllun í Pepsi mörkunum (hefst 18:41) 
- Mörk leiksins á sporttv.is
- Myndaveisla fotbolta.net
- Umfjöllun 433.is
- Umfjöllun visi.is
- Umfjöllun mbl.is
- Myndir/Umfjöllun sport.is
- Íþróttafréttirnar á RÚV
- Íþróttafréttirnar á Stöð 2 
- Leiksskýrsla KSÍ 
- Ejub: Búið að vera gott sumar 
- Ótrúleg tilfinning 
- Umfjöllun SNB.is 
- Ejub: Lítill klúbbur með gott fólk
- Guðmundur Steinn: Pressan var á þeim 
- Hjólið undan rútunni hjá Ólafsvíkingum 

 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32