Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

17.09.2012 22:38

Lokahóf UMFG

Lokahóf Knattspyrnudeildar UMFG fór fram á dögunum

Besti leikmaður Grundarfjarðar 2012 var valinn Viktor Örn Jóhannsson

Efnilegasti leikmaður Grundarfjarðar 2012 var valinn Hilmar Orri Jóhannsson

Markahæstur var Heimir Þór Ásgeirsson með 21 mark en rétt í hælunum á honum var Ingólfur Örn Kristjánsson með 20 mörk.Einnig var Viktor valinn leikmaður ársins af meðspilurum sínum. 

Sumarið 2012 var mjög fínt hjá okkur. Eftir hæga byrjun, þar sem við töpuðum fyrstu tveim leikjunum hrukkum við loks í gang og sigruðum næstu tvo leiki. Síðan mjötluðum við stigunum hægt og rólega inn og vorum alltaf í baráttunni um úrslitakeppnina. Með sigri á Kára hér heima í ágúst vorum við með pálmann í höndunum um að komast í úrslitakeppnina en fengum svo skell gegn Þrótti Vogum þar sem að þessi frægi pálmi var sleginn úr höndunum á okkur. Þar með þurftum við að treysta á hagstæð úrslit annara til að enda í öðru sæti. En hin liðin kláruðu sitt og því varð þriðja sætið okkar. 

Þá tók við hreinn úrslitaleikur um sæti í nýju þriðju deildinni og þar kláruðum við lið Léttis úr Breiðholti 6-1 eins og lesa má hér fyrir neðan..

Við þökkum velunnurum liðsins kærlega fyrir frábært sumar.
Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15