Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.08.2012 21:54

UMFG í umspil um laust sæti í 3 deild

Sigur í síðasta heimaleik

Við fengum Hvíta Riddarann í heimsókn í síðasta heimaleik sumarsins. Þetta var leikur sem að skipti nánast engu máli því að við vorum öruggir með þriðja sætið og Hvíti Riddarinn hafði að engu að keppa nema heiðrinum. Við byrjuðum leikinn að krafti og það voru ekki liðnar nema 5 mínútur þegar að Heimir var búinn að koma okkur í 1-0 eftir góðann undirbúning frá Golla. Aðeins 10 mínútum síðar átti Tryggvi hörkuskot sem að fór í botninn á einum leikmanna Hvíta og þaðan í markið en við eignum Tryggva það fyrst að dómarinn gerði það enda var boltinn á leiðinni inn allan daginn. Staðan því 2-0 eftir 15 mínútna leik.Eftir þetta fóru leikmenn Hvíta að sækja í sig veðrið og þeir minnkuðu muninn á 37 mínútu og staðan því 2-1 þegar að dómarinn flautaði til leikhlés.Í síðari hálfleik komu leikmenn Hvíta mun grimmari til leiks og náðu að jafna leikinn á 55 mínútu. En þá hrukkum við í gírinn og Heimir kom okkur aftur yfir með góðu marki. Eftir það var þetta aldrei spurning. Golli og Danni bættu svo sitt hvoru markinu við og leikurinn endaði 5-2 fyrir okkur.Nú er staðan í riðlunum klár og ljóst að við mætum feykisterku liðið Léttis næsta laugardag. Leikurinn verður spilaður á hlutlausum velli og verður það Skallagrímsvöllur í Borgarnesi. Leikurinn er semsagt þar kl 12:00 laugardaginn 1. september. Þetta verður hreinn úrslitaleikur um sæti í nýju þriðjudeildinni.

Fleiri myndir inni í myndaalbúminu.  
http://grundarfjordur.123.is/photoalbums/233274/
Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50