Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.08.2012 21:47

Úrslit í 4 flokk Íslandsmóts

Úrslitakeppni í 7 manna bolta fór fram á Ólafsvíkurvelli ( 4.flokkur)

27. ágúst 2012
Núna um helgina lauk úrslitakeppni hjá 4.flokki karla í 7 manna bolta á Ólafsvíkurvelli.
Það voru fjögur lið sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum og voru sum hver komin langt að. Einherji frá Vopnafirði, Hamar frá Hveragerði, Skallagrímur frá Borgarnesi  og svo okkar strákar frá Snæfellsnesi.

Það var mikil spenna sem skein úr andlitum þessa hressu stráka þegar flautað var til leiks á laugardeginum. Strákarnir létu ekki smá kulda og rok á sig fá og sýndu oft á tíðum meistaratakta. Þegar leikjum dagsins var lokið á laugardeginum bauð foreldraráð strákanna af Snæfellsnesi upp á mat í mötuneyti skólans, og átu þessir kraft miklu strákar á sig gat. Því næst héldu hvert lið í sínar skólastofur og hvíldu sig fyrir átök morgundagsins.

Leikirnir á laugardeginum höfðu spilast þannig að Snæfellsnes og Skallagrímur háðu hreinan úrslitaleik um sigurinn á mótinu. Það fór svo að Snæfellsnes drengirnir sigruðu þann leik örugglega og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í 7 manna bolta í 4.flokki.

Það var svo Vigfús Örn Gíslason sem afhenti verðlaunin fyrir hönd KSÍ.

Framkoma og umgengi strákanna var til fyrirmyndar og má með sanni segja að þeir voru sínum félögum til sóma. 
Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15