Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.08.2012 08:07

Víkingur heldur 2 sæti

Töpuð stig eða unnið stig.

24. ágúst 2012 klukkan
1.deild
Leiknisvöllur
Föstudaginn 24.ágúst 2012

Leiknir R. - Vikingur Ó.   1-1   (0-1)

0-1 Arnar Sveinn Geirsson (11.mín)
1-1 Kristján Páll Jónsson (87.mín)

Mér finnst mjög erfitt að skrifa um þennan leik. Veit satt að segja ekki hvort þetta var góður leikur hjá okkur eða vondur. Aðstæðurnar á vellinum voru slæmar fyrir bæði lið, rigning og blautur völlur.

Fyrir leik var ég skíthræddur um það að við myndum lenda í erfiðleikum gegn Leikni. Í dag ákvað ég að skoða á heimasíðu KSÍ á hvaða dögum Leiknir væru grimmastir og þá kom í ljós að þeir hafa með leiknum í kvöld tekið 12 af 16 stigum sínum á föstudögum. Og við að spila við þá að föstudegi.

Leikurinn byrjaði vel fyrir okkur. Við unnum alla bolta og sóttum á þá. Það endaði með skrautlegu marki frá Arnari Sveini Geirssyni á 11.mín. Boltinn hafði viðkomu í stöng og fleiru og skrúfaðist rétt innfyrir línuna og færeysku dómararnir dæmdu boltann réttilega inni. 0-1 fyrir okkur og með öðru marki myndum við gjörsamlega ganga frá þeim. Annað markið væri of mikið fyrir Leikni að fá á sig eins og ástandið er á þeirra bæ. En okkur tókst bara ekki að setja annað mark, þrátt fyrir nokkra sóknartilburði. Einhvernveginn var það þannig að þegar menn voru komnir á auðan sjó að þá annaðhvort hægðu menn á sér til bíða eftir aðstoð og þá rann sóknin út í sandinn, í staðinn fyrir að sýna áræðni og ráðast á mark mótherjanna með skoti, hvort sem það yrði varið, færi framhjá eða yfir. Það skipti ekki máli því allar sóknarlotur eiga að enda með skoti á rammann.

Víkingur Ó spilaði sömu taktík og síðasta leik og voru grimmir í fyrri hálfleik, það grimmir að þeir voru á undan í flesta bolta og ég sá fyrir mér sigur í leiknum. Leiknir R. var í raun ekkert að gera í leiknum en hættulegustu sóknarlotur þeirra komu eftir langa bolta fram völlinn. Þeir áttu sennilega hættulegri færi en við sem þeir nýttu ekki. Guðmundur Steinn Hafsteinsson markahæsti leikmaður Víkings Ó í sumar spilaði ekki þennan leik vegna smávægilegra meiðsla og Torfi Karl Ólafsson var líka fjarri góðu gamni vegna veikinda og lá hann veikur í rúminu vestur í Ólafsvík. Hjá Leikni vantaði einnig einhverja leikmenn og man ég eftir Stefáni Jóhann Eggertssyni sem gerði markið í Ólafsvík fyrr í sumar.

Mikilll fjöldi áhorfenda var á leiknum og mikið af Ólsurum,  sem komu bæði að vestan og búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Gaman var að heyra hvatningarsöngvana í leiknum og eftir leik fögnuðu allir sem einn leikmönnum Víkings Ó fyrir leikinn með lófaklappi. Það eru alltaf að sjást ný og ný andlit í stuðningsmannahópnum í hverjum leik.

Víkingur Ó var að spila langtímum saman ágætis bolta og voru heilt yfir sterkara liðið í leiknum. En þar sem annað markið kom ekki lifðu leikmenn Leiknis í voninni og má segja að á lokamínútunum fram að jöfnunarmarkinu hafi þeir bitið hressilega frá sér. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik snemma í leiknum. En það er erfitt að fóta sig á hálum vellinum og boltinn spýtist mikið og það á við bæði liðin.

Eins og fyrirsögnin hér fyrir ofan vísar til, að þá gæti þetta jafntefli eða þetta eina stig sem vannst í kvöld skilað okkur endanlega í Pepsídeildina. En aftur á móti geta þessi tvö stig sem töpuðust verið þau stig sem okkur vantar uppá í lokin.

Tekið af bloggi Helga K
http://helgik.bloggar.is/blogg/473731/Topud_stig_eda_unnid_stig

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19