Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.08.2012 14:34

Slæmt tap hjá Víking

Lang slakasti leikur okkar í háa herrans tíð.

17. ágúst 2012
1.deild
Valbjarnarvöllur
Fimmtudaginn 16.ágúst 2012 kl. 19.00


Þróttur R. - Víkingur Ó.   4-1 (0-0)

1-0 Halldór Arnar Hilmisson (49.mín)
2-0 Guðfinnur Þórir Ómarsson (61.mín)
2-1 Guðmundur Magnússon (68.mín, víti)
3-1 Halldór Arnar Hilmisson (69.mín)
4-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson (82.mín)

Við erum ekki með gott lið ef við ætlum að spila leikina eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Þrótti. Fyrri hálfleikurinn var mun betri og jafnari en sá seinni hræðilegur. Ég velti því fyrir mér hvort leikmenn Víkings Ó hafi mætt í seinni hálfleikinn í hálfgerðu sjokki eftir að Emir Dokara samherji þeirra var fluttur á sjúkrahús eftir hryllilegan árekstur við einn sóknarmann Þróttar á lokamínútu fyrri hálfleiks og bara gátu ekki spilað meiri fótbolta þetta kvöld, en urðu að klára leikinn. A.m.k. sagði einn erlendu leikmannanna hjá okkur það að hann hefði orðið skelfingu lostinn og dauðhræddur við að sjá Emir liggja rotaðann og hálf lífvana á vellinum. Hann hélt að hann væri að deyja. Þetta var hrikaleg stund fyrir þá sem næstir voru. En sem betur fer rankaði Emir úr rotinu og var leiddur útaf vellinum beint upp í sjúkrabíl og menn biðu eftir að heyra hvernig honum reiddi af. Sem betur kom í ljós að hann var ekki mikið slasaður og þurfti að sauma fjögur spor í höfuð hans. Síðan smám saman náði hann sér og var orðinn nokkuð sprækur við brottförina vestur til Ólafsvíkur. Ég sendi honum batakveðjur.

En leikurinn byrjaði á rólegu nótunum. Bæði liðin þreifuðu á hinu og smám saman kom meiri hraði í leikinn. Hvorugt liðið skoraði mark í fyrri hálfleik. Þróttur var næst því þegar Einar varði aukaspyrnu alveg niðri í hægra horninu og Víkingur Ó komst næst því þegar Guðmundur Steinn skallaði boltann framhjá stönginni ódekkaður og einn og yfirgefinn nálægt markinu.

En síðan kom seinni hálfleikurinn sem tapaðist illa og gerði úrslit leiksins að verstu úrslitum okkar síðan við töpuðum illa 1-6 á heimavelli gegn Selfossi haustið 2009. Það eru tæp þrjú ár síðan við fengum svona slæm úrslit síðast. Það versta við þetta fannst mér að vera búinn að ná ákveðnum manni á völlinn að sjá Víking Ó spila og hann gafst upp og lét sig hverfa þegar 15 mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Hann kom í hálfleik. Hann sagði "ég hef miklu meira við tímann að gera en að horfa uppá þetta". 

Það neikvæða við þetta er það að við erum búnir að vera í svo miklum sjens að koma okkur lengra frá hinum toppliðunum í deildinni og okkur hefur mistekist það. Ef við náum verri árangri en við viljum í sumar þá munum við blóta því í allan vetur. Við munum sjá eftir því að hafa ekki gert betur. Liðið okkar í dag getur skráð sig í sögubækurnar hjá Víking Ó. Ef þeim tekst að komast uppí Pepsídeildina sem ég tel alls ekki óraunhæft, þrátt fyrir þennan leik, verður leikmannanna okkar í dag, alltaf minnst með hlýhug og virðingu í framtíðinni. Það voru þeir sem komu liðinu upp í fyrsta sinn. Líkt og 1974 liðið sem kom okkur fyrst uppí 2.deildina (1.deildin í dag). Það vita allir stuðningsmenn Víkings Ó hverjir skipuðu það lið. 

Það jákvæða sem hægt er að taka útúr þessu er það að Þór Akureyri hirti toppsætið af okkur í kvöld og þar með minnkar pressan á okkur og þá verða þeir liðið sem allir vilja vinna! En það er enginn heimsendir. Staða okkar er ennþá virkilega góð og nú verðum við að fara að safna stigum í viðbót. Við erum búnir að vinna marga frækna sigra í sumar sem fögnuðum innilega. Við megum ekki gera lítið úr þeim sigrum með dapri frammistöðu það sem eftir er móts. Það er núna sem við eigum að gefa allt í og uppskera.

Nú legg ég til að við setjum upp 6 leikja mót og reynum að fá sem flest stig eða að setja upp ímyndaða bikarkeppni þar sem við reynum að komast í ímyndaðan úrslitaleik.

 

Í raun varð ég ekkert svekktur með þetta tap. Þróttur átti þennan sigur skilið og þeir spiluðu vel og notuðu mikið líkamsyfirburðina sína. Þegar við mætum svona sterku liði líkamlega er svarið að sleppa löngum boltum og spila boltanum með jörðinni og láta þá hlaupa. Þeir hafa fleiri kíló á skrokknum og þreytast þess vegna fyrr.
 
Þrír bestu leikmenn Víkings Ó í leiknum að mínu mati eru, Helgi Óttarr Hafsteinsson, Edin Beslija fyrir að fiska víti og Guðmundur Magnússon fyrir markið. Í raun var mjög erfitt að finna þrjá góða leikmenn í leiknum nema Helga Óttarr sem spilaði best.

Næsti leikur er á heimavelli gegn Haukum á þriðjudagskvöldið. Þá fær liðið stórkostlegt tækifæri til að sýna knattspyrnuhreyfingunni og okkur stuðningsmönnum Víkings Ó að tapið gegn Þrótti var slys.

En þessum leik gegn Þrótti skulum við gleyma sem allra fyrst. Látum eins og hann hafi aldrei verið spilaður og einbeitum okkur að næsta leik gegn Haukum.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06