Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

21.08.2012 14:26

UMFG tapaði fyrir Vogum

Tap gegn Þrótti Vogum

Við steinlágum gegn Þrótti Vogum í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 Þrótturum í vil. Þróttarar komust yfir á 13 mínútu en Linta jafnaði úr vítaspyrnu á 25 mínútu. Þróttarar komust svo í 2-1 strax í kjölfarið en Golli jafnaði aftur á 35 mínútu og var staðan því 2-2 þegar að dómarinn flautaði til hálfleiks.Í seinni hálfleik sáu Þróttararnir um markaskorunina því að þeir bættu við tveimur mörkum á 68 og 75 mínútum og áttum við engin svör við skipulögðum leik heimamanna.Ekki er öll von úti því að Kári tapaði sínum leik í kvöld þar sem að Víðir tryggði sig í úrslitakeppnina. Okkar von felst í að vinna báða leikina sem við eigum eftir og vona að Kári misstígi sig í öðrum hvorum leiknum sem þeir eiga eftir.

Það var Davíð Wium sem var á ferðinni með myndavélina og eru fleiri myndir í myndaalbúminu.http://grundarfjordur.123.is/photoalbums/232778/


En nú er það bara spurningin um að tryggja okkur þriðja sætið og þennan aukaleik um síðustu sætin í hinni nýju þriðju deild.

Við mætum Snæfell í Stykkishólmi á þriðjudaginn og tökum svo á móti Hvíta Riddaranum hér heima laugardaginn 25. ágúst.
Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06