Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

14.08.2012 21:57

Góður sigur á Kára

Við tókum á móti Kára í frábæru veðri í gær. Leiknum, sem átti að vera síðasta föstudag, var sem betur fer frestað því að veðrið hérna á föstudaginn var viðbjóður. Skiltin að fjúka og allt í skralli. 
En aðstæður til knattspyrnu voru frábærar í gær. Við byrjuðum leikinn nokkuð kæruleysislega því að Kára menn áttu DAUÐAfæri snemma leiks eftir klúður hjá okkur í vörninni. En sem betur fer fór það forgörðum hjá þeim. Þeir áttu svo skot í stöng fljótlega eftir það. Danijel kom okkur svo í 1-0 á 22 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.Í seinni hálfleik bætti Petja fljótlega við öðru marki og staðan orðin 2-0 á 51 mínútu. Káramenn fengu svo mjög ódýra vítaspyrnu en Viktor gerði sér lítið fyrir og varði hana og staðan því ennþá vænleg fyrir okkur. Ingólfur átti nokkur góð færi og var virkilega óheppinn að komast ekki á blað. Á 86 mínútu slapp Golli svo í gegn en aftasti varnarmaðurinn tók hann niður og dómarinn dæmdi víti og rak varnarmanninn útaf. Petja tók vítið en markvörður Kára manni varði.

Einum fleiri náðum við að sigla þessu heim og leikurinn endaði 2-0. Við þennan sigur erum við aðeins 3 stigum frá Kára og 4 stigum frá Víði sem eru í fyrsta og öðru sætinu þegar það eru þrír leikir eftir.
Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10
Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10