Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.08.2012 11:03

Víkingur áfram efstir þrátt fyrir tap

Tap á heimavelli:(

12. ágúst 2012

 Það voru fínar aðstæður á Ólafsvíkurvelli þegar Víkingur Ólafsvík  fengu Þórsara frá Akureyri í heimsókn, sól og smá vindur.

 

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru bæði liðin frekar varkár í sínum aðgerðum. Leikurinn þróaðist á þann veg að Víkingarnir voru meira með boltann en Þórsararnir beittu hröðum skyndisóknum þegar þeir unnu boltann. Það fór svo að sóknar maður Þórsarar Chkwudi Cijindu náði að skora glæsilegt mark á 28 mín, með föstu skoti utan úr teig. Hann kom á ferðinni og smelltann í fjær hornið.
 

Það var eins og Víkingarnir væru slegnir út af laginu við þetta mark og náði Chkwudi að bæta við öðru marki á 33 mín, og stðan orðin 0-2 fyrir gestunum. Klaufagangur í vörn Víkings.

Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Þór. Það bætti talsvert í vindinn í seinni hálfleik.

Allt annað var að sjá til Víkinganna í seinni hálfleik og réðu þeir lögum og lofum á vellinum og voru talsvert grimmari í öllum sínum aðgerðum. Víkingarnir fengu fjölmörg færi og voru oft nálægt því að skora, en Þórsararnir voru vel skipulagðir og þéttir í sínum varnarleik.
 

Það fór svo að varamaðurinn Torfi Karl Ólafsson náði að koma boltanum yfir marklínuna fyrir Víkingana á 85 mín, þá fóru í hönd æsilegar lokamínútur þar sem Víkingarnir voru ansi nálægt því að jafna metin. En tíminn næði þeim ekki og fór það svo að Þórsara náðu að hirða öll þrjú stigin sem voru í boði. Segja má að framlag Chkwudi Chijindu hafi skilað Þórsurum þessum stigum í hús.

 

Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19