Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

08.08.2012 21:11

HSH keppendur skemmtu sér vel á ULM

HSH á unglingalandsmóti UMFÍ

 

Fimmtánda unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Yfir 2000 þátttakendur voru skráðir og hafa aldrei verið fleiri. Áætlað er að um 15 þúsund manns hafi notið helgarinnar í frábæru veðri. Keppendur á vegum HSH voru 57 talsins og kepptu í frjálsum íþróttum, körfubolta, fótbolta, golfi, hestaíþróttum, sundi, skák og starfsíþróttum, þ.e. í upplestri og stafsetningu. Auk þess urðu tvær ellefu ára stúlkur fyrstu keppendur HSH til að keppa í fimleikum á unglingalandsmóti (ULM) en þær kepptu í liði með stúlkum frá Selfossi. Í körfubolta og fótbolta voru einnig blönduð lið HSH og ýmissa annarra félaga og töluðu krakkarnir um hvað það væri gaman að spila svona með öðrum og gera eitthvað nýtt. Ekki var hægt að sjá á spilamennskunni að þessir krakkar æfðu ekki saman að staðaldri og skemmtilegt að fylgjast með þeim.  

Keppnisaðstaðan og aðstaða áhorfenda á Selfossi var með því allra besta sem gerist á landinu. Allar helstu keppnisgreinarnar fóru fram við glæsilegar aðstæður þar sem örstutt var á milli íþróttahúss, fótboltavalla og hins nýja og glæsilega frjálsíþróttavallar. Skipulag mótsins var gott og umgengni á svæðinu til fyrirmyndar.

Á landsmótum skapast skemmtileg stemning þar sem HSH-mannskapurinn var með tjaldbúðir sínar í nágrenni við Borgfirðinga, Skagamenn og Dalamenn. HSH, UMSB og UDN eiga sameiginlegt samkomutjald þar sem hægt er að koma saman, funda og hvetja mannskapinn. Mikill áhugi var hjá HSH-foreldrum að hefja strax skipulagningu næsta ULM og var skipuð undirbúningsnefnd foreldra af svæðinu. Nefndin vill leggja stjórn HSH lið við að skipuleggja og undirbúa enn öflugri þátttöku af hálfu HSH á ULM á Höfn í Hornafirði 2013. Stefnan er sett á 100 þátttakendur HSH úr öllum eða flestum keppnisgreinum sem þar verða í boði!

Það voru stoltir foreldrar og aðstandendur sem horfðu á ungmennin ganga undir merkjum HSH inná Selfossvöll við setningu mótsins á föstudagskvöldinu. Allir keppendur stóðu sig síðan mjög vel á mótinu og voru sér og HSH til sóma.

Von er svo á frekari upplýsingum um úrslit og árangur HSH-keppendanna, auk ljósmynda frá mótinu.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52