Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

02.08.2012 16:48

Metþátttaka á ULM

Flestir skráðir til leiks í knattspyrnu

knattspyrna_a_unglingalandsmotiMetþátttaka verður á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningu á mótið lauk sl. sunnudag, en þá höfðu tæplega 2.000 þátttakendur skráð sig til þátttöku. 53 keppendur eru skráðir hjá HSH. Þeir fá afhenta boli merkta HSH fyrir setningu mótsins

 
Fjölmennasta mótið hingað til var í Borgarnesi árið 2010, en þá tóku 1.748 keppendur þátt, en 1.247 tóku þátt í síðasta móti sem var haldið á Egilsstöðum. Líkt og undanfarin ár taka flestir þátt í knattspyrnukeppni mótsins, en þar eru 1.120 skráðir. Þá eru 621 skráðir í frjálsíþróttir og 612 í körfuknattleik. Aðrar greinar sem ná 100 keppendum eru fimleikar með 119 keppendur og 106 keppa í sundi.

 
Dagskráin er glæsileg í alla staði og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Keppt verður í 14 íþróttagreinum á mótinu og hefst keppni í nokkrum greinum á föstudagsmorgun kl. 8:00. Keppni lýkur seinnipart sunnudags. Auk þess verður margs konar afþreying í boði alla daga mótsins. Kvöldvökur fara fram í risatjaldi þar sem fram koma nokkrir af þekktustu skemmtikröftum landsins.

 
Vegna mikillar þátttöku er ökumönnum sem koma frá eða í gegnum höfuðborgarsvæðið bent á að tilvalið er að fara Þrengslin og sleppa þá við hugsanlega umferðarteppu við Hveragerði og Ölfusárbrú.

 
Þess má geta að veðurspáin fyrir helgina er sérlega hagstæð fyrir Selfosssvæðið.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15