Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

29.07.2012 00:47

Víkingur áfram á toppnum í 1 deild


Guðmundur Steinn skoraði bæði mörk Ólafsvíkinga.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ó 2 - 1 Tindastóll:
0-1 Max Toulette ('41)
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('58)
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('84)
Rautt spjald: Edvard Börkur Óttharsson, Tindastóll ('45)

Það var flott fótbolta veður þegar Víkingur Ólafsvík fékk Tindastól í heimsókn. Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér eitthvað út úr þessum leik. Gestirnir lágu frekar aftarlega á vellinum og beittu skyndisóknum.

Víkingarnir voru frískar fyrstu 25 mínúturnar og reyndu að skapa sér færi. Talsverð töf varð á leiknum seint í fyrri hálfleik þegar þurfti að hlúa að höfuðhöggi sem leikmaður Tindastóls fékk.

Leikmenn Víkings virtust kólna niður við þessa töf og náðu Tindastólsmenn að setja mark á 41 mín, og var þar að verki Max Toulute. Skömmu seinna náði Arnar Sveinn Geirsson að sleppa í gegn en það var brotið á honum og Halldór Breiðfjörð gaf Edvard Berki leikmanni Tindastóls rautt spjald.

Staðan var 0-1 í hálfleik og Tindastólsmenn einum manni færri.

Víkingarnir komu grimmir sem Ljón í seinni hálfleikinn og voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Það fór svo að þeir náðu að skora með glæsilegum skalla frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 58. mínútu.

Víkingarnir voru ekki hættir og sóttu látlaust og náðu að lokum að knýja fram sigur á 85 mín, og var þar að verki Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem átti einn sinn besta leik á tímabilinu.

Víkingarnir gerðu það sem til þurfti og lönduðu þessum gríðarlega mikilvæga sigri í toppbaráttunni.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130548#ixzz21y596r3F

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22