Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.07.2012 22:06

Sigur hjá Víking geng Fjölni

Glæsilegur sigur á Fjölni í Grafarvoginum

23. júlí 2012
Við gerðum góða ferð í Grafarvoginn þegar við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá 1-2. En fyrir þennan leik var Fjölnir ekki búið að tapa leik. Með sigrinum skelltum við okkur aftur í fyrsta sætið um stund.

Leikurinn var bráðfjörugur og ætluðu bæði lið að fá eitthvað út úr honum. Veðrið var frekar leiðinlegt rok og rigning, en það virtist ekkert trufla leikmenn.

Staðan var 0-0 í hálfleik en snemma í fyrri hálfleik (54 mín) komumst við yfir með marki frá Guðmundi Magnússyni, hann náði að hamra boltann í netið eftir hornspyrnu og barning í markteignum.

Við þetta mark komu Fjölnismenn talsvert framar á völlinn og sóttu stíft á okkur, þeir náðu að jafna á 65 mín, og var þar að verki Ómar Hákonarsson. Hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu.

Þá virtust Fjölnismen ætla að keyra yfir okkur og sóttu hart að okkur. En við náðumk skyndisókn og Arnar Sveinn Geirsson náði glæsilegri stungusendingu inn á Eldar Masic sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða hann í netið.

Sigur í þessum leik var virkilega kær kominn. 
Hægt er að lesa nánar um þennan leik inni á heimasíðu Helga Kristjáns   http://helgik.bloggar.is/
Víkingur Ólafsvík

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10