Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

16.07.2012 15:22

Tap hjá Víking gegn KA

Tap á móti KA á heimavelli.

16. júlí 2012 klukkan 09:17

Víkingur Ó. 0 - 1 KA 
0-1 David Disztl ('54)

Það var hörkuleikur þegar við fengum KA-menn í heimsókn á föstudagskvöldið 13 júlí. 

Leikurinn fór rólega af stað og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Við vorum meira með boltann og náðu við oft að skapa okkur góð færi. Það vantaði oft lítið upp á að við hefðum skorað í fyrrihálfleik. Markvörður KA-manna Sandor Matus átti stórleik og sýndi marg oft í þessum leik meistaratakta á milli stanganna.

En snemma í leiknum skullu Guðmundur Magnússon og leikmaður KA saman og þurfti leikmaður KA að yfirgefa völlinn. Leikurinn tafðist talsvert í fyrri hálfleik vegna þessa atviks. 

Fram að þessu voru við mjög líklegir til að skora en leikurinn datt niður í kjölfarið. Staðan var 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurin fór fjörlega af stað og voru bæði liðin að skapa sér færi. Við vorum meira með boltann, en KA menn beittu skyndisóknum. 

 Það var svo David Disztl sem skoraði mark fyrir KA, eftir að okkur mistókst að hreinsa frá marki. 

Leikurinn var í járnum það sem eftir var, þangað til á 90.mínútu mín að við fengum vítaspyrnu, eftir að Ólafur Hlynur Illugason var feldur í teignum. Edin Beslija tók spyrnuna en vítabaninn Sandor Matus varði glæsilega og leiknum lauk með 0-1 sigri KA. 

 Annað tap okkar á heimavelli í sumar staðreynd. En það þýðir lítið að dvelja við þennan leik því við eigum nokkuð þétta dagskrá framundan. Það er leikur á móti Víking Reykjavík í Fossvoginum núna á þriðjudagskvöldið 17 júlí klukkan 20:00.

Svo eigum við einnig útileik á móti Fjölni í Grafarvoginum laugardaginn 21 júlí klukkan 14:00.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50