Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.07.2012 21:55

Unglingalandsmót UMFÍ

 Næst á dagskrá er unglingalandsmót UMFÍ - sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina, 3. - 5. ágúst n.k. 

Allt um landsmótið hér:  http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ 

Unglingalandsmótin eru sannkallaðar fjölskylduhátíðir - stútfull dagskrá af afþreyingu og allskonar keppnisgreinum:
- dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir.

Nokkrir punktar um landsmótið:
  • Keppnisréttur: þau sem verða 11 ára á árinu (árgangur 2001) og uppí þau sem verða 18 ára á árinu. 
  • Allir eru hins vegar velkomnir á mótið, hvort sem þeir eru að keppa/eiga keppendur eða ekki.
  • Það er búið að opna fyrir skráningu á mótið - skráningu lýkur á miðnætti 29. júlí. Sjá hér:  http://skraning.umfi.is/
  • Hver keppandi sér um sína skráningu - það er mjög auðvelt að skrá sig. 
  • Athugið að á okkar svæði skráum við okkur sem keppendur HSH 
  • Keppnisgjald er 6000 krónur á keppenda og greiðir hver fyrir sig, Einungis er greitt eitt gjald óháð fjölda keppnisgreina.
  • Aðstaðan á Selfossi er stórglæsileg - með því besta sem hefur verið boðið uppá á Landsmóti 
  • Tjaldsvæði í göngufæri frá aðalkeppnissvæðinu (búið að búa til nýtt svæði til viðbótar)
  • Okkur skilst að Vestlendingar/Snæfellingar ætli að halda hópinn á mótinu, eins og fyrri ár.  Nánar um það þegar nær dregur.
Ath.: Í tilkynningu frá HSH segir að þeir sem keppi sem lið (t.d. í fótbolta) skrái liðin inn í heild sinni - viðkomandi ráð/yfirstjórn sér um þá skráningu. sjá nánr hér fyrir neðan

Við komum því einnig á framfæri að HSH leitar að verkefnastjóra til að taka að sér umsjón með undirbúningi og fararstjórn á mótsstað -  áhugasamir hafi samband við Garðar Svansson frkv.stóra HSH í hsh@hsh.is 


Fótbolti á Unglingalandsmóti UMFÍ

Skráning á ulm er hafin. Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi hvetur iðkendur sína til þess að taka þátt á ulm 2012. Eygló og Jónas Gestur hafa tekið að sér að sjá um fótboltann á ULM og treysta þau á aðstoð annarra foreldra. Verið er að búa til liðin á vef ULM. Þið farið inn á www.ulm.is og skráið ykkur þar. Þar veljið þið HSH sem ykkar héraðsamband þar verður búið að búa til lið fyrir hvern flokk og heita liðin HSH. Ef þið lendið í vandræðum getið þið haft samband við Eygló eða Jónas og þau reyna að aðstoða ykkur.

Þeir sem ekki eiga Snæfellsnes keppnisbúning geta haft samband við Eygló til þess að fá lánaðan eða til þess að kaupa búning. Keppnisbúningurinn kostar 6000. Einnig er gert ráð fyrir að krakkarnir mæti í Snæfellsnes utanyfir göllunum.

Allir á ULM


Við sendum meiri upplýsingar um unglingalandsmótið þegar nær dregur 
Við hvetjum ykkur til að taka þátt - og til að skrá keppendur tímanlega - skráningarformið á vef landsmóts er mjög aðgengilegt !!


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24