Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.07.2012 09:03

Samæfing í frjálsum íþróttum

Samæfing SAM-VEST í Borgarnesi 10. júlí 2012

Sameiginleg frjálsíþróttaæfing var haldin í Borgarnesi 10. júlí, fyrir 11 ára og eldri. Æfingin er liður í frjálsíþróttasamstarfi sem héraðssamböndin á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum, eru að feta sig áfram með. 
Góð mæting var á æfinguna, en alls mættu um 24 krakkar á Skallagrímsvöll í Borgarnesi í sól og bongóblíðu. Æft var kringlukast og spjótkast, sprettir, hlaup og langstökk. Um þjálfun sáu Bjarni Þór Traustason og Unnur Jónsdóttir frá UMSB og Kristín Halla Haraldsdóttir og Elín Ragna Þórðardóttir frá HSH. Að lokinni æfingu var grillað ofan í mannskapinn og borðað saman í Skallagrímsgarði. 
Krakkarnir báðu sjálfir um eina auka-samæfingu fyrir unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ákveðið var að stefna að slíkri æfingu undir lok júlímánaðar - nánar um það síðar. 

Myndir af samæfingunni má m.a. finna hér á vef UMFG, undir myndaalbúm - smella hér. 


Hópurinn ásamt þjálfurum
Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50