Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.06.2012 01:39

Framkvæmdir hjá Skotfélaginu

Þá er búið að steypa fyrstu steypu sumarsins.  Steypubíllinn var mættur upp úr kl. 08:00 í morgun (föstudag) og byrjað var á því að steypa stéttina undir riffilborðin.
Þegar því var lokið voru rammarnir fyrir skiltin steyptir niður. Í rammana koma skilti með merki félagsins og texta, eins og áður hefur komið fram hér á síðu félagsins.
Þá var bara eftir að steypa niður undirstöðurnar fyrir riffilskotmörkin á 25m, 50m, og 75m.  Alls voru steyptir niður 6 sökklar, tveir á hverjum stað.  Í þá koma svo færanleg riffilskotmörk sem hægt verður að færa á milli staða með einu handtaki.


Þegar steypubíllinn var farinn tók við "fínísering" eins og maðurinn sagði.  Steypuvinnunni allri var svo lokið upp úr kl. 15:30.Steini var drjúgur í dag og héldu honum engin bönd eins og sést hér á myndinni fyrir neðan með fullar hjólbörurnar.  Hinir yngri áttu í fullu fangi með að hanga í honum.
Hér má sjá tvær skemmtilegar myndir.  Sú fyrr er líklega tekin árið 1989 en sú síðari á sama stað 23 árum síðar og er Steini enn að steypa niður riffilborð..........Jú, Tommi var fæddur þegar fyrri myndin var tekin.
 
  


Fleiri myndir verður hægt að sjá í myndaalbúminu hér á síðunni innan skamms, en það er einhver bilun í tölvukerfinu og ekki hægt að hlaða þeim inn eins og er.
Skrifað af JP

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25