Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.06.2012 01:36

MÍ í frjálsum 11 til 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, utanhúss - fyrir 11 - 14 ára 

Á næstu helgi fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss - fyrir 11-14 ára (árgangar 1998-2001) - eins og fram kom í fyrri frétt hér á vefnum. 

Mótið er haldið laugardaginn 30. júní og sunnudaginn 1. júlí á Laugardalsvelli í Reykjavík.
Keppt er í öllum helstu keppnisgreinum - en keppendur ráða sjálfir í hvaða greinum þeir keppa. 

Tímaseðill fyrir mótið er tilbúinn á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Þar má sjá hvernig einstakar keppnisgreinar raðast á aldursflokka þessa tvo daga. Smellið hér.

Kristín Halla þjálfari sér um skráningu og utanumhald um okkar keppendur á mótinu, eins og hægt er. Það þarf að láta hana vita fyrir kl. 22.00, þriðjudaginn 26. júní. Við keppum að sjálfsögðu undir merkjum HSH, sem greiðir keppnisgjald fyrir sína keppendur.

Keppendur þurfa að sjá sér fyrir fari til Reykjavíkur (og gistingu ef viðkomandi er með keppnisgreinar báða dagana).

Við hvetjum iðkendur og foreldra þeirra til að skoða þetta mót vel - það er skemmtileg reynsla og stemning að fá að keppa á sjálfum Laugardalsvellinum. Og munum: þetta er til að hafa gaman af!

Bestu kveðjur frá frjálsíþróttaráði UMFG,
Kristín Halla, Björg og Jói 
Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50