Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.06.2012 01:34

Tap geng Leikni

Víkingur Ó - Leiknir R.   0-1   (0-1)

0-1 Stefán Jóhann Eggertsson (44.mín)


Í kvöld léku Víkingur  og Leiknir R í 1.deildinni. Ég var skíthræddur við þennan leik. Víkingur  átti möguleika á að hirða efsta sætið af Fjölni og Leiknir var og er í bullandi fallbaráttu. Strax í byrjun leiks sást vel hvað Leiknir ætlaði sér, að liggja í vörn, enda stilltu þeir upp á löngum tímum í leiknum liðinu sínu í kerfinu 5-5-0. Gárungarnir kalla þetta Grísku leikaðferðina og þykir hún ekki áhorfendavæn heldur hreinlega leiðinleg. Að gera þetta á Ólafsvíkurvelli gegn Víking  er yfirleitt ávísun á tap. En einhverra hluta vegna heppnaðist þetta hjá þeim, því miður fyrir okkur en þeir væntanlega fagna langt fram á nótt. Það borgaði sig hjá þeim að liggja yfir leikjum Gríska liðsins á EM.

Ég fór ekki vestur á þennan leik enda finnst mér ekki gaman á leikjum sem Leiknir Ágústsson dæmir.  En aftur á móti horfði ég á leikinn á vefvarpi Víkings  þó sjónarhornið hafi ekki verið gott. En lýsingin hjá Hákoni Þorra var fín og minnti á lýsinguna í KR útvarpinu, þ.e.a.s. hlutdræg!! KRingar segja að hún eigi að vera hlutdræg.  

Eftir að Edin Beslija hafði þrumað boltanum í innanverða stöngina og út fékk maður að tilfinninguna að Víkingur myndi tvíeflast við stangarskotið og í raun gerðist það. En gegn gangi leiksins skoraði Leiknir í einni af sínum fáu sóknarlotum í leiknum. Stefán Jóhann Eggertsson (tengdasonur Brynjólfs Lárentsíussonar og mágur Jens Brynjólfssonar) skoraði eina mark leiksins með góðu skoti frá vítateigslínu. Þetta mark sló okkur útaf laginu enda gjörsamlega gegn gangi leiksins.

Fyrirgjafir okkar voru allt of margar í fangið á markverðinum. Við eigum að miða á vítapunktinn þegar við sendum boltana blint fyrir markið, annars að hitta á ákveðna menn.

Leiknir Ágústsson dæmdi leikinn. Hann dæmdi síðast hjá okkur á Selfossi í fyrra þegar hann skandelaði. Ég treysti mér ekki til að gefa dómaratríóinu einkunn þar sem ég sá störf þeirra ekki nógu vel. En skv. lýsingunni hefði dómarinn mátt taka betur á hægagangnum hjá Leikni í föstu leikaðferðum. Og eitt sem mér skilst að dómarinn hafi ekki lesið nógu vel í kennslubókinni er að bakhrindingar eru ólöglegar skv. reglugerðinni. Leiknir má bæta sig í því.

Ég ætla að reyna að velja þrjá bestu skv. vefmyndavélinni. En skv. henni fannst mér Alfreð Már Hjaltalín, Clark Keltie (fyrir utan eina hroðalega sendingu) og Tomasz Luba bestir. Það væri gaman að fá álit þeirra sem voru á vellinum hverjir voru að standa sig best.

En þetta tap er enginn heimsendir. Góðu liðin tapa líka leikjum og líka á heimavelli. Við erum búnir að vinna tvo útileiki hingað til og fyrst þessi leikur endaði svona verðum við að gjöra svo vel að vinna fljótlega annan útileik og kvitta þetta tap út.

Þetta er alþekkt í knattspyrnuheiminum að þegar eitthvað lið á möguleika á að ná einhverju ákveðnu markmiði eins og við í kvöld að tylla okkur á toppinn í deildinni að þá klikkar eitthvað. Ég man sérstaklega eftir því á þeim tíma þegar ég starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Knattspyrnudeild Vals á sínum tíma að oft og iðulega áttum við sjens á að ná að koma okkur í eitthvað gott sæti eins og t.d. Evrópusæti þegar lítið var eftir af mótinu en þá klikkaði liðið og tapaði.

Þetta var 10.leikur Víkings  og Leiknis R á Ólafsvíkurvelli á ferlinum. Þetta var í fyrsta sinn sem Víkingur  tapar fyrir Leikni R. á heimavelli í KSÍ leik.

Næsti leikur er heimaleikur gegn BÍ/Bolungarvík og verður það erfiður leikur eins og allir leikirnir í deildinni. Leikurinn gegn BÍ/Bolungarvík verður á Ólafsvíkurvelli laugardaginn 30.júní kl. 14.00.


Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15