Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

26.06.2012 01:32

Grundfirðingar sóttu stig í Garðinn

Grundfirðingar fóru í Garðinn föstudagskvöldið 22. júní og mættu þar ósigrðum Víðismönnum sem sátu á toppi á C-riðils.  Rjómablíða og bæjarhátíðin Sólseturshátíðin í Garði stóð yfir en Víðismenn munu einmitt koma í heimsókn til Grundarfjarðar þegar að bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, Víðismenn meira með boltann en náðu sjaldan að opna sterka vörn Grundfirðinga sem að Alexandar Linta stjórnaði af miklum myndarbrag.  Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og úr einni slíkri skoraði fyrirliði liðsins, Ragnar Smári Guðmundsson, þegar að hann slapp innfyrir vörn heimamanna eftir 15 mínútna leik.  Heimamenn náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiksins með skoti við vítateigslínu eftir ágæta sókn og staðan því 1:1 í hálfleik.  Víðismenn lögðu hinsvegar línuna á því sem koma skildi með tveimur ágætisfærum strax á upphafsmínutunum síðari hálfleiks.  Var það í raun saga það sem eftir lifði leiks, heimamenn sóttu af þónokkrum krafti en tókst ekki að bæta við marki á meðan Grundfirðingar fengu ekki mörg færi.  Viktor fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu inn í vítateignum fyrir að handleika boltann of lengi á 70. mínútu en Víðismenn náðu ekki að nýta sér það.  Tíu mínutum síðar varði Viktor svo mjög vel frá Víðismönnum af stuttu færi.  Jafntefli niðurstaðan og gestirnir hljóta að vera sáttir með það miðað við þróun leiksins. Næsti leikur Grundarfjarðar verður á laugardaginn þegar að þeir heimsækja Vogana til að etja þar kappi við heimamenn í Þrótti.

Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32