Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

16.06.2012 01:20

Glæsilegur sigur hjá UMFG

Grundfirðingar tóku á móti Þrótti Vogum í kvöld. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram 26. maí en var frestað vegna úrhellis rigningar. Það virtist hafa borgað sig því að indælis veður var í firðinum í kvöld. Við byrjuðum þennan leik ágætlega. Áttum nokkrar fyrirgjafir og skot sem rötuðu ekki í netið. Það var gegn gangi leiksins sem að Þróttarar ná einni skyndisókn á 17 mínútu og koma sér í 0-1. Eftir þetta var einhver skjálfti í okkur því að Þróttarar áttu 2 dauðafæri skömmu eftir fyrsta markið þeirra. Það var svo eftir góða sókn hjá okkur að Heimir Þór nær að koma boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri vængnum og jafnar 1-1. Þetta var á 35 mínútu og liðin skiptust á að sækja eftir þetta. Staðan var því jöfn í hálfleik.Í síðari hálfleik komum við grimmir til leiks og það voru einungis liðnar 2 mínútur af hálfleiknum þegar að Heimir Þór kemur okkur í 2-1 með laglegu marki. Við þetta hresstust Þróttararnir aðeins og á 55 mínútu ná þeir að jafna eftir góða sókn. En eftir þetta jöfnunarmark var eins og allur vindur væri úr gestunum. Heimir Kemur okkur í 3-2 á 61 mínútu með stórglæsilegu marki. Aðeins fimm mínútum síðar tók Petja glæsilega aukaspyrnu og skorar og kemur okkur í 4-2. Þróttarar reyndu að sækja en við náðum að verjast vel. Gríðarleg barátta í okkur í þessum leik. Það var svo á 90 mínútu að Heimir er togaður niður í vítateignum eftir hornspyrnu og dómarinn dæmir víti. Heimir fer á punktinn og fullkomnar fernuna og kemur okkur í 5-2. Þannig var lokastaðan í leiknum og við þennan sigur hífðum við okkur upp í 3 sætið í riðlinum með 6 stig.


Hilmar Orri Jóhannsson spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag en hann er einungis 14 og 361 daga gamall. Hann var í byrjunarliðinu og stóð sig með prýði.Frétt af vef UMFG

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22