Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

16.06.2012 01:15

Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum

Dagana 19. - 20. júní 2012 blása Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB , HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga til frjálsíþróttamóts.

Á mótið eru allir velkomnir sem áhuga hafa á aldrinum 11 ára (árgangur 2001) og eldri. Þátttökugjöld eru 500 kr. á keppanda, HSH greiðir fyrir sína keppendur.

Mótið hefst kl. 18.00 báða dagana á frjálsíþróttavellinum í Borgarnesi. Fyrri daginn er keppt í öllum greinum hjá 11 og 12 ára, en líklegt er að báða dagana verði keppnisgreinar fyrir 13 ára og eldri. Keppnisgreinar og tímaseðill verða birt fyrir helgina.

Skráningar þurfa að berast til Kristínar Höllu þjálfara í síma 899 3043 eða með tölvupósti á netfangið kristhall@centrum.is í síðasta lagi sunnudaginn 17. júní.

Við hvetjum iðkendur til að mæta - stefnt er að skemmtilegu móti - og við hvetjum foreldra til að fylgja börnum sínum á mótið. Einnig væri gott að fá vinnufúsar hendur til aðstoðar á mótinu sjálfu.

 

Með bestu kveðju,

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10