Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

12.06.2012 11:13

UMFG 6- 0 Snæfell

Grundfirðingar höfðu betur í nágrannaslag


Skessuhorn.is

Snæfell tók á móti nágrönnum sínum úr Grundarfirði í C-riðli þriðju deildar í gærkvöldi. Bæði þessi lið voru á botni C-riðils með ekkert stig en Grundfirðingar höfðu talsvert betri markatölu. Leikurinn þróaðist svo þannig að Grundfirðingar höfðu töluverða yfirburði í leiknum og komust verðskuldað í 1-0 á 22. mínútu. Þar var að verki Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem náði að koma boltanum í netið. Aðeins sjö mínútum síðar varð einn Snæfellingurinn svo óheppinn að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Heimir Þór Ásgeirsson örugglega og kom Grundfirðingum í 2-0. Það var svo rétt undir lok fyrri hálfleiks að Anton Jónas Illugason fylgdi eftir góðu skoti Predrag Milosavljevic og skoraði fram hjá markmanni Snæfells og staðan því 3-0 í hálfleik Grundfirðingum í vil.

 

 

 

 

Í seinni hálfleik var sama uppi á teningnum en strax í upphafi hálfleiksins skoraði Sindri Kristjánsson laglegt mark eftir góðan undirbúning Heimis Þórs Ásgeirssonar og kom Grundfirðingum í 4-0. Gestirnir úr Grundarfirði bættu svo við tveimur mörkum á tveimur mínútum þegar að Sindri Kristjánsson skoraði annað mark sitt á 60. mínútu og Predrag Milosavljevic skoraði á 62. mínútu og komu gestunum í 6-0. Lengra komust Grundfirðingar ekki þrátt fyrir að fá þó nokkur færi í viðbót. Grundfirðingar náðu þarna fyrstu stigum sínum í sumar og eru komnir með þrjú stig eftir þrjá leiki. Snæfell situr því eitt á botninum án stiga. Grundfirðingar taka svo á móti Þrótti Vogum næsta föstudag og fá svo Hvíta Riddarann í heimsókn næsta mánudag. Snæfell á leik gegn Kára á Akranesi næsta mánudag í enn einum Vesturlandsslagnum í riðlinum. 


 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06