Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

08.06.2012 00:39

Kvennahlaup ÍSÍ 16 júní 2012

Hreyfing til fyrirmyndar 16. júní á Snæfellsnesi

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið. Á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt á 90 stöðum hérlendis og 16 stöðum erlendis.

Slagorð kvennahlaupsins í ár er "Hreyfing til fyrirmyndar" . Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Á síðustu hundrað árum hefur íþróttahreyfingin á Íslandi verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. ÍSÍ er í dag stærsta fjöldahreyfingin á landinu með tæplega 86 þúsund iðkendur. Af þeim eru 47.000 konur á öllum aldri sem stunda yfir 40 íþróttagreinar í 409 íþróttafélögum. Konur á öllum aldri eru hvattar til þess að hreyfa sig reglulega og vera hluti af íþróttahreyfingunni sem iðkendur, leiðtogar, sjálfboðaliðar eða foreldrar.

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði kross Íslands og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Með átakinu vilja aðstandendur hvetja konur sem taka þátt í kvennahlaupinu að láta gott af sér leiða, en reynsla Rauða krossins er sú að fatnaður af þessu tagi skilar sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður. Söfnunin mun standa út júní en hægt verður að koma með fatnaðinn á söfnunarstöðvar Rauða krossins og í Sorpu en einnig munu sjálfboðaliðar frá Rauðakrossinum taka við brjóstahöldunum við rásmörk Kvennahlaupsins um allt land á hlaupadaginn.
Hlaupið er á eftirtöldum stöðum

Ólafsvík   kl. 11:00 í Sjómannagarðinum og er skráning í hlaupið í Sundlaug Ólafsvíkur.

Grundarfirði  kl. 11:00 Við sundlaugin, skráning hjá Kristínu Höllu
Stykkishólmi  kl. 11:00 Við Íþróttamiðstöðina, skráning í Heimahorninu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10
Flettingar í dag: 1981
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292454
Samtals gestir: 253526
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:10:10