Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

08.06.2012 00:21

Fimleikar í Snæfellsbæ


Í vetur hafa verið stundaðir fimleikar í Íþróttahúsi Ólafsvíkur þar sem öll börn í Snæfellsbæ á aldrinum 6 - 12 ára áttu kost á að mæta til æfinga hjá þeim Söru Sigurðardóttur og Thelmu Rut Haukdal Magnúsdóttur. Mikill áhugi er fyrir hendi hjá stórum hópi barna til fimleikaiðkunar sem sést á því að um 70 börn æfðu í allan vetur. Þar sem fjöldinn var svo mikill varð að aldursskipta hópnum þannig að einn hópur var fyrir 6 - 7 ára, einn hópur fyrir 8 - 9 ára og einn hópur fyrir 10 - 12 ára.  Yngri hóparnir tveir mættu einu sinni í viku til æfinga, en elsti hópurinn tvisvar í viku. Haldnar voru tvær sýningar yfir veturinn, ein jólasýning og ein vorsýning, þar bauðst ættingjum og vinum kostur á að koma og sjá börnin gera listir sýnar og virkilega gaman var að sjá hve miklum framförum margir tóku á svo skömmum tíma - því er vonandi að fimleikastarfið haldi áfram svo iðkendurnir nái enn lengra. Meðfylgjandi mynd frá vorsýningunni tók  Brynja Mjöll Ólafsdóttir.
Frétt úr Jökli

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22