Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.05.2012 21:42

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 16. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði kross Íslands og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 16. júní. Undanfarin ár hefur eitt málefni sem við kemur konum verið valið til þess að vekja athygli á í tengslum við Kvennahlaupið og í ár var ákveðið að beina sjónum að þeim skorti á nærfötum sem ríkir víða í bágstöddum löndum. Með átakinu vilja aðstandendur hvetja konur sem taka þátt í kvennahlaupinu að láta gott af sér leiða, en reynsla Rauða krossins er sú að fatnaður af þessu tagi skilar sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður.

Söfnuninni var hleypt af stokkunum í vikunni en þá mættu Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, Elín Þórunn Eiríksdóttir, frá Sjóvá, Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram í handknattleik og nýkjörinn leikmaður ársins í N1 deild kvenna, Soffía Bragadóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ til Rauða krossins til þess að gefa fyrstu brjóstahöldin. Söfnunin mun standa út júní en hægt verður að koma með fatnaðinn á söfnunarstöðvar Rauða krossins og í Sorpu en einnig verður tekið við brjóstahöldunum við rásmörk Kvennahlaupsins um allt land á hlaupadaginn.

Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði má finna á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og á www.sjova.is. Þar má einnig finna gagnasafn upplýsinga fyrir óvana hlaupara um matarræði, útbúnað og leiðir til þess að koma sér af stað í hreyfingu.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22