Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.05.2012 07:36

UMFG -Víðir

Við tókum á móti Víði Garði í fyrsta leik okkar á Íslandsmóti KSÍ þetta sumarið. Blíðskaparveður var og aðstæður til knattspyrnuiðkunar með besta móti.

Víði er spáð góðu gengi í sumar og því var búist við erfiðum leik fyrir okkur. Leikurinn byrjaði rólega og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa færi á sér. Það var ekki fyrr en á 40 mínútu að eitthvað fór að gerast. Þá átti Sindri K. góðan sprett inn í teig en var felldur af einum Víðismanninum og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Petja steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1-0 fyrir okkur. Við þetta efldust Víðismenn mikið og aðeins fimm mínútum síðar jöfnuðu þeir metin eftir varnarmistök hjá okkur. Svo þegar það voru komnar þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik fengu Víðismenn vítaspyrnu og skoruðu örugglega úr henni og því var staðan 1-2 í hálfleik.
 
Í síðari hálfleik reyndum við hvað við gátum til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Það var svo á 61 mínútu að Víðismenn komast upp kantinn, eiga fyrirgjöf sem endar á kollinum á einum þeirra og þaðan í netið og staðan orðin 1-3. Við reyndum að pressa en höfðum ekki erindi sem erfiði og því endaði leikurinn 1-3 og Víðismenn fóru með öll stigin úr firðinum í þetta skiptið. Næsti leikur okkar verður á Grundarfjarðarvelli næstkomandi laugardag þegar við tökum á móti Þrótti Vogum.


Fleiri myndir í myndaalbúminu.
Skrifað af Tommi

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10