Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

22.05.2012 00:37

Þjálfaramenntun

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. stigs ÍSÍ

ÍSÍ býður eins og áður upp á sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. stigs og mun það hefjast mánudaginn 18. júní næstkomandi.  Námið er almennur hluti 1. stigs og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Það er öllum opið, 16 ára og eldri, tekur átta vikur og skila nemendur verkefni vikulega á meðan á námi stendur.  Námið er allt í fjarnámi og hentar því öllum burt séð frá búsetu.  Þjálfaramenntun ÍSÍ, 1. stig alm. hluta er metið sem ÍÞF 1024 í framhaldsskólum landsins enda um sama eða sambærilegt nám að ræða.

Langflestir þátttakendur á fjarnámsnámskeiðum ÍSÍ í gegnum árin telja álagið afar hæfilegt með vinnu eða öðru námi, enda er hægt að lesa efnið og vinna verkefnin á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf skráningu að vera lokið fimmtudaginn 14. júní næstkomandi.  Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer og muna einnig eftir því að geta þess á hvaða námskeið verið er að skrá.

Námskeiðsgjald er kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin og send á heimilisföng þátttakenda.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24