Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

30.04.2012 09:47

74 þing HSH

74 Þing HSH var haldið að Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi (Borgarbyggð) þriðjudaginn 24 apríl og hófst þingið kl. 18.00

Þingið var starfsamt og góðar umræður um starf HSH og tillögur sem lágu fyrir þinginu.
Alexander Kristinsson, UMF.Reyni gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og var Þráinn Ásbjörnsson, Eldborg kjörin í hans stað í stjórn, Við þökkum Alexander fyrir gott starf í gengum árin.
Í varastjórn komu þau Dagný Þórisdóttir, Mostra  og Dagbjartur Harðarson, Vestarr  ný inn.
Góðir gestir sóttu þingið heim en frá ÍSÍ komu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og frá UMFÍ voru Helga Guðjónsdóttir formaður og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdarstjóri.
Þingforseti var Kristján Magnússon Eldborg og ritari þings var María Valdimarsdóttir, Snæfell.
Ólafur flutti kveðju frá stjórn ÍSÍ og starfsfólki þess. Hann minntist 100 ára afmælis ÍSÍ, kom inn á fyrirmyndarfélag ÍSÍ og hæld starfi HSH ásamt að þakka fyrir störf framkvæmdarstjóra HSH inn í stjórn ÍSÍ en Garðar var kjörinn í varastjórn ÍSÍ á síðasta Íþróttaþingi.
Ólafur heiðraði svo 3 aðila starfsmerkjum ÍSÍ

Gullmerki ÍSÍ 
Haukur Sveinbjörnsson UMF.Eldborg.   Gjaldkeri Eldborgar 1952 í eitt ár.
Formaður Eldborgar í nokkur ár í kringum 1960.
  Formaður HSH 1961 - 1965.  Formaður Snæfellings 1970 - 1976. Tók þátt í stofnun Snæfellings 1965 og heiðursfélagi þess. Vann í þrjátíu ár sjálfboða starf í þágu félagsins á félagssvæði þess á Kaldármelum.

Davíð Sveinsson, UMF.Snæfell    Knattspyrna:  Spilaði frá 1972 til 1985, auk þess að vera í stjórn knattspyrnudeildar í 8 ár.  Var með dómararéttindi og dæmdi í nokkur ár leiki hér á svæðinu. Körfubolti:  Spilaði með Snæfell frá árinu 1972 til 1979 og 1984 til 1987 og þjálfaði yngriflokka á sama tíma. Var í stjórn körfuknattleiksdeildar 1974 til 1979 og síðan verið í stjórn yngriflokka í 10 ár til dagsins í dag.  Var í stjórn mfl. 1985 - 1988 og síðan aftur 2007 - til dagsins í dag.  Var með dómararéttindi og dæmdi marga leiki í öllum deildum á vegum KKÍ auk þess að dæma mikið hér heima.  Er núna gjaldkeri í stjórn mfl. Snæfells  Í körfu og einnig hjá yngriflokkum.
Stjórn:
Var í stjórn Snæfells 1975 - 1979 og síða aftur 1985  - 1991  þar af formaður 1989 - 1991. Sat í stjórn HSH í nokkur ár.


Silfurmerki ÍSÍ 
Guðmundur Gíslason, UMF.Grundarfjarðar.
Hefur starfað vel og lengi í stjórnunarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna.
Síðustu ár hefur hann staðið bak við félagsstarf og afþreyingu og meðal annars séð um getraunahóp UMFG.

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ , Guðmundur, Haukur, Davíð og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ


Helga Guðjónsdóttir formaður UMFÍ
Flutti kveðju frá Stjórn og starfsfólki UMFÍ


Kristján Magnússon, Eldborg  þingforseti

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06