Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.04.2012 10:31

HSH í frjálsum innanhús

Héraðsmót HSH í frjálsum innanhúss

Laugardaginn 21 apríl var Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhús haldið í Stykkishólmi Alls tóku 54 keppendur þátt í mótinu og voru 16 keppendur frá UMFG og 38 frá SnæfelliKeppt var í 35 m hlaupi, langstökki með og án atrennu, 9-15 ára kepptu að auki í kúluvarpi og hástökki, og 13-16 ára kepptu ennfremur í þrístökki án atrennu. 

Má með sanni segja að krakkarnir hafi öll staðið sig með stakri prýði og verið sér og sínum til sóma. Nokkur voru að taka þátt í sínu fyrsta íþróttamóti og mörg voru að bæta sinn persónulega árangur í vetur og gaman að sjá afraksturinn hjá þeim. 

Svona mót er ekki haldið nema að hafa foreldra sem eru tilbúnir að aðstoða við að skrifa, mæla eða passa upp á að allir séu á sínum stað í röðinni. Við þökkum öllum foreldrum sérstaklega fyrir hjálpina á þessu móti.


Hægt er að sjá úrslit mótsins á mótaforriti FRÍ, smellið hér (eða inn á fri.is og þar inn í mót, síðan mótaforrit og klikka á héraðsmót HSH 21. apríl 2012).

Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendurna og eru flestir í nýju bolunum sem bæði frjálsíþróttaráð UMFG og Snæfells hafa látið prenta, með stuðningi HSH og félaganna. Merki HSH og viðkomandi félags eru prentuð framan á bolina, en aftan á þeim er áletrunin HSH og Frjálsar. 

HSH, frjálsíþróttaráð UMFG og frjálsíþróttaráð Snæfells

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10