Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

19.04.2012 15:56

Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum  

Hér koma frekari upplýsingar um keppnisgreinar og aldursflokka á héraðsmótinu næsta laugardag: 

Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og hefst kl. 10.00.  Áætlað er að því ljúki um kl. 13-14 en það fer nokkuð eftir fjölda þátttakenda. 

Keppt er í eftirfarandi greinum og aldursflokkum:

8 ára og yngri
35 m hlaup, langstökk án atrennu og langstökk með atrennu. 
 
9 - 10 ára
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp og hástökk.
 
11 - 12 ára
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp og hástökk.
 
13 ára og eldri   (13-14, 15-16, karla og kvennaflokkur
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp, hástökk og þrístökk án atrennu. 
 
Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir kl. 18.00 föstudaginn 20. apríl

Ekki verður hægt að bæta við keppendum eftir að skráningu lýkur - svo endilega skráið keppendur tímanlega. 

Skráningar eru hjá þjálfurum, þeim Kristínu Höllu í síma 899 3043 og netfanginu kristhall@centrum.is og Elínu Rögnu í síma 864 3849 og netfanginu elin.ragna@stykk.is

Við vonumst til að sem flestir iðkendur taki þátt og að foreldrar eigi kost á að fylgja börnum sínum á mótið. 

Athugið að það er ekki skylda að taka þátt í öllum greinum. 

Allir þátttakendur 10 ára og yngri fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og lögð er áhersla á að gleyma ekki leikgleðinni :-)

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin hjá 11 ára og eldri í hverri grein. 

Okkur vantar líka vinnufúsar hendur til að aðstoða við að stilla upp fyrir mótið (kl. 9.30) og til að aðstoða á mótinu sjálfu. Foreldrar og aðrir áhugasamir sem geta lagt okkur lið, endilega látið þjálfara eða stjórn HSH vita. 

Með frjálsíþróttakveðju, 
HSH og frjálsíþróttaráð UMFG og Snæfells

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10