Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

06.04.2012 15:54

Æfingaferð hjá Víking

Ferðasaga | Dagur I & II

01. apríl 2012 klukkan 20:46
Við strákarnir vorum komnir í hörkugír í vikunni fyrir þessari æfingaferð sem við höfðum beðið eftir með mikilli eftirvæntingu í allan vetur. Eftir frekar leiðinlegan jafnteflisleik á Selfossi var förinni heitið upp á flugvöll þaðan sem haldið yrði í æfingaferð til Spánar. Flugið fór misjafnlega í menn, nefnum engin nöfn en einna stressaðastur var maður sem byrjar á K og endar á mundur

Allt tók sinn tíma og enduðum við upp á hóteli klukkan 03:00 að staðartíma. Sofið var út daginn eftir og hófst dagurinn á fundi og göngutúr um 11 leytið og þar voru línurnar lagðar fyrir ferðina, reglur settar og þjálfarinn harður á því að menn ættu að halda sig inni á herbergi milli æfinga ( s.s. sitja inni á herbergi í 25 stiga hita og sól og horfa á hin liðin baka sig í sólinni). Þetta fór misjafnlega í menn en að sjálfsögðu hlýddu menn skipunum þjálfarans. 

Þess í stað fengu menn góða útrás á kröftugri 2 tíma æfingu þar sem vel var tekið á því. Þegar líða fór á kvöldið fór sá orðrómur á stað innan veggja hótelsins að liðsmenn V.Ó mættu ekki njóta sólarinnar milli æfinga. Þessi atburðarrás endaði þannig að um kvöldið kom Stjórinn sjálfur skellihlæjandi og tilkynnti leikmönnum sínum að hver og einn einasti hefði hlaupið harkalegt aprílgabb! Þetta getur verið dýrkeypt aprílgabb því veðurspár segja að þetta hafi verið eini sólardagurinn í ferðinni. Allir léttust gífurlega eftir þessar fréttir, sérstaklega einn aðili sem hafði þá um daginn gengið 10 km í hringi í 10 fm hótelherbergi sínu (hint: HOBBITINN). 

Annars eru allir hressir og kátir og viljum við endilega skila kveðju til allra stuðningsmanna V.Ó hvar sem er í heiminum.

Nú er aðalspurningin hjá okkur strákunum hvort við þurfum ekki að taka einn svakalegan hrekk til baka hmm..

Kveðja úr herbergi 2314

Steini © #17, G-pain #8 og Fannsi #21.
   
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52