Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

03.04.2012 21:16

Aðalfundur Reynis

Aðalfundur u.m.f Reynis


Mánudaginn 26. mars var haldinn aðalfundur u.m.f. Reynis í Röst Hellissandi.  Fyrir utan stjórnina voru mættir nokkrir bæjarbúar, var stjórnin mjög ánægð með að sjá þá.

Reikningar voru lagðir fram  til skoðunar. Stjórnin sagði frá hugmynd frá Ara Bent Ómarssyni um hlaup á Sandaragleði um nýja göngustíginn. Er sú hugmynd í ákveðnum  farveg. Næst var rætt um Íþróttavöllinn á Hellissandi. Eins og kannski flestir vita hefur u.m.f. Reynir fjárfest í 2 gámahúsum til að bæta aðstöðuna við Reynisvöll. Í  vor ætlar Snæfellsbær að koma fyrir húsunum,  tengja rafmagn og vatn. Með því er kominn sú aðstaða sem flestir hafa beðið eftir. Ætlunin er að þegar húsin eru komin á sinn stað, munum við þurfa aðstoð við að klára húsin að innan og utan. Óskum við eftir því að þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur með vinnuframlagi  eða kaupum á tækjum og tólum hafi samband við okkur. Það væri gaman ef við gætum byggt upp aðstöðu sem við gætum verið stolt af.

Farið var út í umræðu um stofnun nýs ungmennafélag  (  sem nafn er komið á og logó ) Var það skoðun fundargesta að óskandi væri að ungmennafélögin hefðu þann styrk til að taka það skref sem þarf til að stofna eitt stórt og öflugt ungmennafélag í þágu barna, unglinga og alls bæjarfélagsins.

Þar sem umræðu var ekki lokið þegar sumir þurftu að fara af fundi var fundi ekki slitið heldur frestað til  apríl og verður annar fundur auglýstur síðar.

Stjórnin

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16