Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

03.04.2012 00:41

Glæsilegur árangur hjá Víking

Minnibolti 11 ára

Fjórða og seinasta mót vetrarins fór að þessu sinni fram í Stykkishólmi, fyrir mótið hafði lið Víkings/Reynis unnið E-riðil, unnið D-riðil og lent í 2.sæti í C-riðli (tapaði á innbyrðisviðureign).

Haldið var í Hólminn eldsnemma á sunnudagsmorgni þar sem fyrsti leikurinn var kl.8 gegn grönnum okkar í Snæfell. Það sást á hvorugu liðinu að þau væru nývöknuð en leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn sem endaði svo með sigri Víkings/Reynis 36-39. Þar sem lið Víkings/Reynis reyndist sterkara á upphafsmínútum og lokakaflanum.

Næsti leikur var svo ekki fyrr en eftir hádegi gegn liði Grindarvíkur (sem liðið tapaði fyrir á seinasta móti). Lið Víkings/Reynis voru einnig staðráðin í því að vinna þennan leik og þar með hefna fyrir tapið á seinasta móti, sem liðið gerði í hörkuleik sem endaði 37-39.

Aftur var svo löng og góð bið til næsta leik þar sem liðsmenn, þjálfari og forráðamenn nýttu sér í það fá sér að borða og skreppa aðeins í sund. Eftir smá hressingu var svo komið að leik gegn ÍR sem datt úr B-riðli á seinasta móti. Þrátt fyrir tvo hörkusigra og ásamt því að vera nýbúin að borða þá voru liðsmenn Víkings/Reynis enn hungraðir í sigur og lið ÍR sá aldrei til sólar og Víkingur/Reynir fór með sigur af hólmi 50-33.

Frábær árangur hjá þessum krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref að keppa á íslandsmóti í körfubolta og ekki langt síðan að þau byrjuðu að æfa.

En þau eru semsagt búin að komast upp úr E-riðli yfir í B-riðil á fjórum mótum. En liðið mun hefja leik á nýju keppnistímabili í B-riðli.

jg

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16