Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

03.04.2012 00:39

Víkingur lokið leik í körfunni

Körfuboltinn

Föstudagskvöldið 23. mars fór fram fyrsti leikur í 8-liða úrslitum 2. deildarinnar þar sem lið Augnabliks mætti liði Víkings Ó. en lið Augnabliks hafði endað í 1. sæti B-riðils með 15 sigurleiki og einn tapleik á meðan lið Víkings Ó. náði 4. sæti í A-riðli með 8 sigurleiki og 8 tapleiki.

Úrslitakeppnin í 2. deildinni fer þannig fram að liðið sem er ofar fær heimaleikjarétt og aðeins er spilaður einn leikur og sigurliðið heldur áfram.

Leikurinn fór skemmtilega á stað og bæði lið skiptust á að skora en staðan í lok 2. leikhluta var 17-14 Augnablik í vil.

Leikhluti 2 var á sömu nótum liðin skiptust á forystu og voru bæði lið að spila góðan bolta en lið Víkings Ó. stóð betur að vígi þegar kom að hálfleik og voru yfir í stöðunni 37-39 og sjálfstraustið mikið í hópnum sem ætluðu sér að vinna leikinn og koma þar með getspökum á óvart.

Leit byrjun 3. leikhluta vel út en í stöðunni 41-42 Víking Ó. í vil skoruðu Augnabliksmenn 10 stig í röð og komust þar með í stöðuna 51-42 en eftir það náðu Víkingar að berja aðeins frá sér og liðin skiptust á að skora en svo í lok leikhlutans þegar staðan var 60-50 skoruðu liðsmenn Augnablik næstu 4 stig og komu sér í 14 stiga forystu. En það reyndist liðsmönnum Víkings Ó. erfitt að brjóta niður þá forystu og í raun var 4. leikhluti mjög jafn en Augnablik vann hann með því að skora 21 stig á móti 19 frá Víkingi Ó.

Þar með endaði leikurinn með 16 stiga sigri Augnabliks 85-69. Óhætt er að segja að þessi tvo "augnablik" hafi eyðilagt leikinn fyrir Víkingum sem þeir áttu í 3.l eikhluta en þetta er ekkert í fyrsta skiptið í vetur sem liðið á lélegan 3. leikhluta, spurning hvort þetta sé orðið eitthvað sálrænt hjá liðinu.

Staðan í shverjum leikhluta var: 1. leikhluti: 17-14, 2. leikhluti: 20-24, 3. leikhluti: 27-12, 4. leikhluti: 21-19.

Þrátt fyrir tap þá getur liðið labbað sátt frá leiknum þar sem þeir töpuðu í hörkuleik á móti hörkuliði í 8 liða úrslitum 2. deildar.

En önnur úrslit í 8-liða voru eftirfarandi:

Leiknir 94-76 Bolungarvík

Mostri 55-63 Fram

Reynir S. 80-69 HK

Þar með verða 4-liða úrslit eftirfarandi:

Augnablik-Leiknir

Reynir S.-Fram

jg

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10