Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

28.03.2012 07:23

Tap í jöfnum leik

Mikilvægur sigur Njarðvíkur
27 03 2012 | karfan.is

Mikilvægur sigur Njarðvíkur

 Njarðvíkurstúlkur settu vissa pressu á Snæfell í kvöld með því að komast í 2:1 í einvígi liðanna en í stórskemmtilegum og hröðum leik þá endaði leikurinn 93: 85 heimasætunum úr Njarðvík í vil. Næsti leikur liðanna eru á laugardag í Hólminum. 
Eftir fyrsta leikhluta var jafnræði með liðunum þrátt fyrir að heimastúlkur væru þremur stigum yfir. Í byrjun annars leikhluta voru Snæfellingar hins vegar komnir skrefinu á undan og leiddu 33-36 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Njarðvíkingar réttu úr kútnum og löguðu stöðuna en jafnt var þegar flautað var til hálfleiks, 48-48 og leikurinn fjörugur og hraður. Þessi lið hafa háð jafnar rimmur í vetur og svo virtist sem engin breyting yrði þar á í kvöld.

Snæfellsstúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og þær náðu nokkrum hröðum sóknum sem skiluðu yfirleitt körfum. Fjölmargir áhorfendur voru mættir frá Stykkishólmi og þeir létu vel í sér heyra. Njarðvíkingar gleymdu sér í vörninni og Snæfellingar gengu á lagið. Þær náðu 6 stiga foystu þegar 4 mínútur voru til leiksloka og Sverri Þór þjálfara var ekki skemmt og kallaði eftir leikhlé. Áfram var spilaður hraður körfubolti og áhorfendur skemmtu sér konunglega.Fjögur stig skildu liðin að þegar fjórði leikhlutu var eftir óleikinn. Liðin voru búin að skora 67 og 71 stig og því ljóst að sóknarleikurinn var í fyrirrúmi.

Það voru Snæfellingar sem voru yfir í upphafi síðast leikhluta en Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni þegar Baker-Brice setti niður fallega þriggja stiga körfu fljótlega í leikhlutanum. Það var alveg hreint ótrúlegt á köflum að fylgjast með hraðanum í þessum leik og leikmenn sýndu sparihliðarnar í sóknarleiknum. Aftur náði Snæfell forystu en Njarðvík jafnaði í stöðunni 76-76 og komust svo yfir í næstu sókn þegar Ína María Einarsdóttir braust í gegn og skoraði af stuttu færi.

Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka var allt í járnum og mikil stemning í húsinu. Heimamenn náðu fjögurra stiga forystu þegar skammt var til leiksloka en Snæfellingar voru aldrei langt undan. Þegar 1:18 voru til leiksloka var tekið leikhlé en heimamenn voru þá með tveggja stiga forystu og boltann að auki. Lele Hardy sótti þá villu eftir mikla baráttu undir körfunni og hún jók forskotið í 4 stig. Ekki tókst Snæfellingum að skora úr sinni sókn og hinum megin jók Baker-Brice frekar muninn með tveimur vítum. Á lokakaflanum tóks gestunum ekki aðnýta sín tækifæri og Njarðvíkingar lokuðu leiknum á vítalínunni en þær sigruðu síðasta leikhluta 26-14. Lokatölur voru 93-85. Mest náðu Njarðvíkingar 8 stig forystu í leiknum og 12 sinnum skiptust liðin á því að halda forystu.

Hjá Njarðvík var Shanae Baker-Brice atkvæðamest með 36 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar og Lele Hardy var með trölla tvennu, 23 stig/24 fráköst.

Stigin:

Njarðvík: Shanae Baker-Brice 36/4 fráköst/6 stoðsendingar, Lele Hardy 23/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6/6 fráköst, Ína María Einarsdóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Salbjörg Sævarsdóttir 0/4 fráköst

Snæfell: Jordan Lee Murphree 28/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Kieraah Marlow 17/9 fráköst, Hildur Sigurdardottir 16/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/5 fráköst

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25