Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

27.03.2012 13:13

Jafnt hjá Víking og Þrótti í lengjubikar

Fjörugur leikur og mun betri en sá síðasti

25. mars 2012 klukkan 13:16
Lengjubikar A-deild
Egilshöll
Laugardagur kl. 17.00

Þróttur R - Víkingur Ó 2-2 (0-2)

0-1 Edin Beslija (25.mín, víti)
0-2 Steinar Már Ragnarsson (31.mín)
1-2 Oddur Björnsson (52.mín)
2-2 Hermann Ágúst Björnsson (78.mín)


Þennan leik sá ég ekki vegna árshátíðar hjá Ferðaþjónustu Bænda þar sem konan mín vinnur. Árshátiðin sem haldin var í Bláa Lóninu var á sama tíma. En að sjálfsögðu hafði ég tíðindamann á svæðinu og það sem ég skrifa hér á eftir kemur frá honum.

Víkingur Ó spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og hefði með réttu átt að hafa klárað leikinn með 4-5 marka mun. Bæði liðin skutu í þverslá, Þróttur á 2.min og var það eina markfærið þeirra í fyrri hálfleik. Edin svaraði því með öðru sláarskoti hinum megin. Víkingur Ó fékk víti á 24 mín þegar brotið var á Torfa Karli innan teigs og Edin kláraði vítið vel. Steinar Már kom okkur yfir stuttu seinna með skoti sem fór að lokum í stöngina og inn. Eftir þessi tvö mörk fengu Víkingarnir nokkur góð færi til að auka forystuna en tókst það ekki.

Í seinni hálfleik komu Þróttararnir mun ákveðnari til leiks og komust inní leikinn. Á 52.mín var dæmd aukaspyrna á Víking fyrir óþarfapeysutog hjá Steinari Má og uppúr spyrnunni fengu Þróttarar horn sem endaði með marki. Eftir þetta mark vonaði ég að farsíminn minn myndi ekki hringja meira á meðan á leiknum stóð. En svo hringdi hann tólf mínútunum fyrir leikslok með slæm tíðindi. Þróttur hafði jafnað leikinn 2-2 og þannig lauk þessum fjöruga leik.

Ég bað tíðindamann minn að velja þrjá bestu leikmenn Víkings Ó í þessum leik. Hann valdi Eldar Masic sem hann sagði að hafi spilað ljómandi vel og verið miklu betri en í síðasta leik. Emir Dokara spilaði einnig vel fannst honum og sá þriðji sem hann valdi var Steinar Már Ragnarsson sem vex og vex með hverjum leiknum og verður alltaf betri og betri. Kannski verður hann jafngóður og bróðir sinn fljótlega!!

Dómgæslan var góð og fær dómararatríóið 4 í einkunn. Tapa einum vegna þess að ég var ekki á staðnum.

Næsti leikur verður gegn Selfossi á gervigrasvellinum á Selfossi föstudaginn 30.mars kl. 19.00.

Helgi Kristjánsson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16