Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.03.2012 23:53

Snæfellsstúlkur unnu Njarðvík

Ísinn brotinn
Snæfell sigraði Njarðvík í æsispennandi leik
2

 
Myndir Þorsteinn Eyþórsson Snæfell hleypti heldur betur spennu í úrslitakeppnina í IE-deild kvenna með því að vinna 85-83, nauman en sanngjarnan sigur á Njarðvík í kvöld.  Leikurinn var jafn lengst af en Snæfell náði undirtökunum hægt og bítandi og var sterkari aðilinn í lokin þegar mest þurfti. Með sigrinum jafnaði Snæfell stöðuna í rimmu liðanna sem nú er 1-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í leikina um titilinn.  

Það var ekki síður mikilvægt að með sigrinum braut Snæfell ísinn og svipti af sér "Njarðvíkurgrýlunni"  og setur mikla pressu á Njarðvík fyrir viðureign liðanna n.k. þriðjudag.
       Leikurinn í kvöld var eins og áður sagði í járnum lengst af Njarðvík þó heldur í ökumannssætinu þar til komið var undir lok leiksins, þá fylgdust liðin að en Snæfell hinsvegar komið með sveifluna sín megin.  Spennan var mikil og undir slíkum kringumstæðum er mikilvægt að hafa reynslubolta innan síns liðs til að stýra sóknarleiknum og þar stendur Hildur Sig öðrum framar og hún var gríðarlega sterk í lok leiksins og skoraði afar mikilvæg stig af vítalínunni þegar hún kom Snæfelli í 81-80 18 sek. fyrir leikslok og náði svo varnarfrákastinu hinumegin.  Það voru hinsvegar Kieraah Marlow og Jordan Lee Murphree sem tryggðu sigurinn af vítalínunni, fyrst Kieraah í 83-80 eftir ásetningsbrot og því fékk Snæfell boltann aftur og þá var brotið á Jordan Lee sem setti sín tvö líka niður og munurinn kominn í fimm stig 85-80 og aðeins um 2 sekúndur eftir og sigurinn tryggður.  En þessar fáu sekúndur dugðu þó Shanae Baker Brice til að smella einum þristi rétt innan við miðju og lokatölur því 85-83.
     Staðan í viðureign liðanna er því 1-1 og ekki vafi á því að sigurinn fyllir Snæfellsliðið sjálfstrausti til að fara til Njarðvíkur og taka sigur þar.  Munurinn á liðunum til þessa hefur verið mest í hausnum Snæfellsstúlkunum sjálfum en nú sjá þær það að Njarðvíkurliðið er langt í frá óvinnandi vígi. Það sést einnig á því að Snæfellsliðið átti í heildina ekki sinn besta leik, en var hinsvegar að fá gott framlag frá sínum þremur lykilleikmönnum Kieraah, Jordan Lee og Hildi sem voru sterkastar í liði Snæfells í kvöld ásamt Hildi Kjartansdóttur.  Liðið á því helling inni fyrir næsta leik og með sjálfstraustið í farangrinum og grýlunni rutt úr vegi, þá geta þær tekið sigur í Njarðvík líka ekki síst ef liðið í heild nær toppleik. Snæfell má þó enn bæta ýmsa hluti s.s. t.d. að fækka sóknarfráköstum Njarðvíkur, þær voru að fá alltof auðveld sóknarfráköst í lokin, fráköst tekin af leikmönnum sem komu með tilhlaupi utan af kanti og því ekki möguleiki fyrir þá leikmenn sem hoppa beint upp undir körfunni að ná þeim fráköstum, Snæfellsstelpurnar verða að stíga betur út, eða í það minnst að loka hlaupleiðum að slíkum fráköstum. 
      En sigurinn vannst í kvöld, á sterkum heimavelli þar sem Snæfellsstelpurnar voru vel studdar af sínu stuðningsfólki en á það vantað í Njarðvík í fyrsta leiknum.  Stuðningsfólk ætti því að hópast til Njarðvíkur og gefa Snæfelli góðan stuðning í þriðja leiknum á þriðjudagskvöldið og hjálpa Snæfelli að landa sigri þar.  Takist það þá er Snæfell komið með yfirhöndina og lykilstöðu fyrir fjórða leikinn sem verður í Stykkishólmi laugardaginn 31.mars.  ÁFRAM SNÆFELL !!

Tölfræðin í kvöld

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50