Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

25.03.2012 21:05

Málþing um Íþróttadómara

Samstarf íþróttagreina á málþingi um íþróttadómara

Málþing um íþróttadómara var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn.  Um 60 manns sóttu málþingið.  Málþingið var m.a. athyglisvert fyrir þær sakir að um var að ræða samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknatteikssambands Íslands og Blaksambands Íslands.  Auk þátttakenda frá sérsamböndunum fjórum, ÍSÍ og dómurum í fyrrgreindum íþróttagreinum voru einnig mættir aðilar frá nokkrum öðrum íþróttagreinum og einstökum héraðssamböndum og íþróttafélögum.  

Málþinginu var m.a. ætlað að leiða til frekara samstarfs íþróttagreina í þessum málaflokki og draga athygli að mikilvægi dómarastarfa í íþróttum.  Það var samdóma álit aðila að fjölmargir þættir í þessum málaflokki væru svipaðir á milli íþróttagreina og því gætu greinarnar unnið saman að þeim þáttum.  Nefna má nýliðun og brottfall í dómarastétt auk ýmissa skipulagsmála.

Á málþinginu fór fram hópavinna þar sem þátttakendur málþingsins ræddu ýmis mál og reyndu að svara ákveðnum fyrirfram ákveðnum spurningum.  Mjög líflegar umræður sköpuðust og voru niðurstöður birtar af hópstjórum að lokinni hópavinnunni. 

Í lok málþingsins voru fyrirspurnir og umræður þar sem undirbúningshópur málþingsins sem í voru fulltrúar málaflokksins frá ÍSÍ og íþróttagreinunum fjórum sátu fyrir svörum.  Undirbúningshópurinn mun taka betur saman niðurstöður, vinna úr þeim og skoða framhald á samstarfi í þessum málaflokki.

Frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í 514-4000.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25