Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

20.03.2012 16:01

Stórt tap hjá UMFG

Knattspyrnuliðin Kári á Akranesi og Grundarfjörður hófu leik í C deild Lengjubikars KSÍ síðasta sunnudag. Þá mættust þau í Akraneshöllinni í sannkölluðum Vesturlandsslag. Lið Kára kom mun betur stemmt til leiks og gjörsigraði lið Grundarfjarðar með 6 mörkum gegn einu. Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu en á 30. mínútu brutu Káramenn ísinn. Þeir náðu svo að bæta við öðru marki rétt fyrir leikhlé og staðan því 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu yfirburðir Kára áfram og þeir bættu þremur mörkum við áður en Grundfirðingar náðu að minnka muninn í 5-1. Skömmu eftir það náðu leikmenn Kára að bæta einu marki við og 6-1 stórsigur þeirra því staðreynd. Bæði þessi lið eiga svo leik næsta laugardag. Grundarfjörður mætir þá liði Stál-úlfs í Akraneshöllinni og Kári mætir liði Bjarnarins á Fjölnisvellinum.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57
Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294800
Samtals gestir: 253651
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:07:57