Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

24.02.2012 15:20

Tap gegn Stjörnunni

Snæfell missti niður fína forystu

 

Stjörnumenn byrjuðu á fyrstu fimm stigum leiksins þar með töldum góðum þrist frá Marvin en Sveinn Arnar tók þá næstu fimm fyrir Snæfell og staðan 5-5 í upphafi. Þaðan stökk Snæfell af stað og komst í 17-8 þar sem Quincy sýndi tvær troðslur aðra eftir stolinn bolta og eina með "alley-oop". Stjörnumenn virkuðu einbeittir fyrst mínúturnar en sóknarleikur hökti nokkuð fljótlega og var lítið flæði þar sem Snæfellsmenn tóku svo fráköstinn og stálu boltum.Marquis stoppaði Justin mjög vel og Sveinn Arnar var einkar harður í vörninni. Þegar Stjarnan nálgaðist 19-14 tók Snæfell sig til og komst í 29-14 með þristum frá Ólafi og Marquis og eina troðslu frá Quincy og var það staðan eftir fyrsta hluta og ótrúlega linir Stjörnumenn mættir í Hólminn en Keith Cothran var þeirra hressastur.

 Snæfell hafði tekið 15-0 í 32-14 og gott forskot strax í upphafi annars hluta . Stjörnumenn fóru að síga nær með betri vörn og Snæfellsmenn voru óskipulagðir í sóknum sínum. Stjarnan komst nær 39-26 og virtust ætla að taka góð áhlaup. Snæfell hélt þó sjó en tæknivillur á Renato hjá Stjörnunni og Nonna Mæju hjá Snæfelli vegna mótmæla litu dagsins ljós. Ekki komust Stjörnumenn að gera sér mat úr áhlaupunum þrátt fyrir tilraunir og Snæfell hélt forystunni í hálfleik 49-36.Í hálfleik voru þeir frændur Quincy og Marquis með 13 stig hvor og Sveinn Arnar 8 stig hjá Snæfelli. Hjá Stjörnunni var Keith Cothran með 12 stig. Justin og Renato voru með 8 stig hvor. Marvin Valdimarsson var farin útaf meiddur eftir samstuð í fyrri hálfleik en virtist ekki alvarlegt þó hann kæmi ekki meira inn á.

 

 


Snæfell mátti hafa sig alla við í uppahafi seinni hálfleiks en Stjarnan sótti á með þrist frá Fannari Frey 52-43 og Snæfellsmenn voru við svæðið vörninni. Nonni Mæju lagaði stöðuna með þremur til svars 55-43. Jovan Zdravevski kom þá sterkur inn með þrist og víti í kaupbæti. Renato og Keith bættu við fjórum og Stjörnumenn höfðu unnið sig uppí þriggja stiga mun 55-52 þar sem þeir voru að stela boltum og spila feikna góða vörn.Líkt og taflið hefði algjörlega snúist við og Stjarnan vann þriðja hluta 20-12. Snæfell misstu ekki hausinn og héldu forystunni 61-56 fyrir fjórða fjórðung en leikurinn var orðinn jafnari og skemmtilegur.Þegar tveimur stigum munaði á liðnum 61-59 í upphafi fjórða hluta fékk Pálmi Freyr að líta tæknivillu fyrir mótmæli og Justin jafnaði á línunni 61-61 og Stjarnan fékk boltann sem færði Jovan hann í hendur og þristurinn steinlá 61-64. Quincy fékk svo sína 5. villu í tæknivillurformi en lítið virtist svigrúmið hjá dómurum leiksins en Snæfell voru farnir að einbeita sér minna að leiknum og meira að pirra sig á því að Stjarnan fengu að berja sig áfram án refsinga.

 Stjörnumenn komust yfir 64-70 og munaði heldur betur um Jovan Zdravevski sem minnti á sig og er gríðalega miklvægur hlekkur í Stjörnukeðjunni. Nonni fékk sína fimmtu villu um miðjann leikhlutann og Stjarnan yfir 68-71 og Sveinn Arnar fór sömu leið stuttu seinna. Stjörnumenn nýttu sér að Snæfell veiktist við þetta og komust í 68-75 sem Snæfell vann reyndar upp 75-77 með hörku vörn og fjórum stigum frá Ólafi Torfasyni.Ólafur átti svo stolinn bolta þegar um mínúta var eftir en Snæfell nýtti ekki sóknir sínar og Óli þurfti að brjóta með 13 sekúndur eftir og fékk sína fimmtu villu. Keith setti niður tvö víti og staðan 75-79. Jovan setti svo lokastigið af vítalíunni fyrir Stjörnuna sem sigruðu 75-80, náðu að snúa leiknum sér í hag og ná mikilvægum sigri.

 

Tölfræði leiksinsSnæfell:
Ólafur Torfason 15/7 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 13/5 frák. Quincy Cole 13/5 frák/5 stoðs/4 stolnir. Marquis Hall 13/5 frák. Jón Ólafur Jónsson 8/4 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7/8 frák/4 stoðs. Hafþór Ingi Gunnarsson 6. Þorbergur Helgi Sæþórsson 0. Óskar Hjartarson 0. Magnús Hjálmarsson 0. Snjólfur Björnsson 0.


Stjarnan:
Keith Cothran 19/6 frák. Justin Shouse 18/6 frák/7 stoðs. Renato Lindmets 13/11 frák/5 stoðs. Jovan Zdravevski 12. Fannar Freyr Helgason 8. Guðjón Lárusson 6/5 frák. Marvin Valdimarsson 3. Dagur Kár Jónsson 1. Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Sigurbjörn Ottó Björnsson 0.    Punktar:

    Quincy Hankins Cole og Marquis Hall hjá Snæfelli skoruðu ekki stig í seinni hálfleik.
    Fjórir leikmenn Snæfells fóru útaf með fimm villur í fjórða hluta.
    Þrjár tæknivillur fór á Snæfell fyrir mótmæli en ein á Stjörnuna í leiknum.
    Stjarnan átti 17% nýtingu í þristum 3 af 18 en Snæfell 32% 10 af 31.
    Jovan Zdravevski átti tvo af þristunum þremur á einkar mikilvægum kafla.
    Snæfell heldur 6. sætinu en Stjarnan fer úr 4. í 2. sætið eftir leikinn.
    Dómarar voru Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22