Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

23.02.2012 07:29

Háspennuleikur í hólminum

100.000 volt í Hólminum: Snæfell pressar á úrslitakeppnissætið.Snæfell komust í 24 stig í deildinni eftir 77-75 sigur á Haukum í æsispennandi leik í Hólminum og eru nú jafnar KR og Haukum sem raðast í þriðja, fjórða og fimmta sætið í Iceland express deild kvenna. Þessi þrjú lið eru í mikilli baráttu um fjórða sætið og hafa Snæfellsstúlkur sótt fast að.Alda Leif opnaði reikninginn í leiknum með þriggja stig körfu og Snæfell komst í 5-2 en Haukar jöfnuðu 5-5. Leikurinn var jafn í fyrsta hluta og liðin skiptust á að skora en í stöðunni 13-12 fyrir Snæfell tóku Haukar góðar sóknir og komust fljótt í 13-18 og svo 15-22.  Íris Sverrisdóttir hélt uppi sóknarleik Hauka það sem af var ásamt Jence Ann Rhoads en Haukar leiddu 18-25 eftir fyrsta leikhluta.Snæfellsstúlkur létu ekki brjóta sig á bak aftur heldu héldu í Hauka sem voru þó skrefinu framar í öðrum hluta eða leiddu mest um 5 stig 22-27 en þá tók við rúmmur tveggja mínútna kafli í skot sem klikkuðu og varnarfráköst á víxl hjá báðum liðum. Það endaði með því að Kieraah Marlow smellti tveimur vítum niður og Björg Guðrún skellti þrist og Snæfell jafnaði 27-27.


Mikið spennandi og jafn leikur í boði á fjölunum í Stykkishólmi en eftir tæknivillu á Kieraah Marlow sem braut á Hope Elam komust Haukastúlkur yfir undir lok fyrru hálfleiks og staðan naum 35-38 fyrir Hauka.

 

 


Í hálfleik voru hjá Snæfelli Kieraah með 9 stig, Jordan 8 stig og Alda Leif 7 stig. Hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir búin að vera gríðalega drjúg ogvar komin með 16 stig og næst henni var Jence Ann Rhoads með 8 stig og Hope Elam 6 stig.Í þriðja hluta skiptist þetta í tvennt. Haukar héldu áfram að slíta sig frá Snæfelli sem virtust áttavilltar og ragar í sóknum sínum, vörnin gegnlek, Ingi Þór uppskar tæknivillu og Haukar komust í 10 stiga mun 39-49 og virtust allhressara liðið á vellinum og ekki skánaði útlitið þegar Hildur Sigurðardóttir lá meidd eftir á ökkla og var ekki meira með eftir miðjan þriðja hluta, þegar Ingi Þór bar hana í fangi sér að bekknum, en hún komst ekki á stigablaðið í leiknum.


Snæfell lagaði varnarleikinn og með góðri svæðisvörn lokuðu þær á Hauka sem klikkuðu á langskotum og sendu leikmenn Snæfells oft á vítalínuna sem skilaði gríðalega góðum stigum í hús fyrir þær. Jordan og Hildur Björg rifu niður öll laus fráköst og gáfu í.Hope Elam fékk tæknivillu fyrir að fagna ákaft að dæmt var á Hildi Björgu sem braut á Írisi Sverrisdóttur í þriggja stiga skoti. Íris setti tvö niður og Alda setti bæði niður vegna tæknivillunnar. Dýrt fagn þar fyrir Hauka þar sem staðan varð 56-57 og Snæfell náði að brúa gjánna sem hafði myndast en Jordan Murphree kom sjóðheit með stemminguna undir lok þriðja hluta og setti þrjú stig sem kom Snæfelli yfir 59-57 og kláraði tvö víti niður sem skilaði Snæfelli forystu 61-59 fyrir lokafjórðunginn.Hátt í tvær fyrstu mínúturnar fóru mest í að Snæfell dritaði á körfuna með engum árangri en hirtu fráköstin þó á meðan og Haukastúlkur horfðu á. Leikurinn fór þá að rúlla og 100.000 volt voru í salnum þar sem liðin voru að skiptast á að jafna og taka tveggja stiga forystu og algjörlega óþarft að virkja strauma Breiðafjarðar þegar svona leikir eru til staðar.

 Bæði lið reyndu nokkrar utan þriggja stiga línu með slökum árangri en þegar jafnt var 72-72 setti Kieraah niður tvö víti og staðan 74-72 sem Jence Rhoads jafnaði 74-74 en Kieraah kom Snæfelli í 76-74 áður en hún fór útaf með fimm villur og 20 sekúndur eftir en þetta var einungis þriðja liðsvilla Snæfells og ekki komin skotréttur.


María Lind hitti úr öðru víti sínu fyrir 76-75 og Björg Guðrún brunaði upp völlinn þar sem Guðrún Ámundardóttir braut óíþróttamannslegri villu og Björg setti annað vítið niður sem reyndist síðasta stig leiksins og Snæfell sigraði 77-75 en lokaskot Hauka frá Jence Ann Rhoads geigaði og þakið rifnaði af húsinu, svo einfalt er það.

 

Tölfræði leiksins


Snæfell:
Kieraah Marlow 26/8 frák. Jordan Murphree 21/10 frák/4 stoð/4 bolta náð. Alda Leif Jónsdóttir 11. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/11 frák. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5. Björg Guðrún Einarsdóttir 4. Ellen Alfa Högnadóttir 2. Hildur Sigurðardóttir 0. Berglind Gunnarsdóttir 0. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0.


Haukar:
Íris Sverrisdóttir 24/6 frák. Hope Elam 16/9 frák/4 stoðs/3 boltum náð. Jence Ann Rhoads 16/8 stoðs. Guðrún Ósk Ámundardóttir 6. Margrét Rósa Hálfdánardóttir 6. María Lind Sigurðardóttir 3. Kristín Fjóla Reynisdótti 2. Auður Íris Ólafsdóttir 2. Sara Pálmadóttir 0. Ína Salóme Sturludóttir 0.  • Punktar:


    Snæfell var með lakari skotnýtingu eða 39% gegn 42% Hauka
    Það voru vítaskotin sem Snæfell nýtti vel en þær voru oft sendar á línuna og voru með 86% nýtingu 25 af 29 niður
    Haukar voru með 7 af 9 niður í vítum 78%
    3 tæknivillur og 1 óíþróttamannsleg villa komu upp í leiknum þar sem taugarnar voru þandar í mikilvægum leik fyrir bæði lið
    Dómarar voru þeir Halldór Geir Jensson og Kristinn ÓskarssonUmfjöllun: Símon B. Hjaltalín

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24